Vilja gerbreyta innflytjendakerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 16:44 Donald Trump ásamt þeim David Perdue og Tom Cotton. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu. Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu.
Donald Trump Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira