Vilja gerbreyta innflytjendakerfi Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2017 16:44 Donald Trump ásamt þeim David Perdue og Tom Cotton. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu. Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur gengið til liðs við tvo öldungadeildarþingmenn um að breyta innflytjendalögum ríkisins verulega. Meðal breytinga er að byggja kerfið á hæfnismati innflytjenda og að fækka löglegum innflytjendum verulega. Það að taka á ólöglegum komum innflytjenda til Bandaríkjanna var eitt af helstu kosningamálum Trump. Trump kom fram með þeim David Perdue og Tom Cotton og kynnti frumvarpið sem þingmennirnir lögðu fram í apríl, en hefur verið breytt. Þingmennirnir segja það byggja á innflytjendakerfum Ástralíu og Kanada. Samkvæmt því verður löglegum innflytjendum fækkað úr rúmlega einni milljón á ári um helming á næstu tíu árum. Kerfið mun byggja á stigum, þar sem þeir sem vilja flytja til Bandaríkjanna fá stig fyrir enskukunnáttu, menntunarstig og starfskunnáttu, svo eitthvað sé nefnt.Ætlað að vernda verkamenn Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að einungis einn af hverjum fimmtán innflytjendum komi til Bandaríkjanna vegna hæfileika þeirra og að núverandi kerfi sé ekki í stakk búið til að veita slíkum innflytjendum forgang.Trump sagði breytingunum ætlað að vernda bandaríska verkamenn og þar á meðal meðlimi minnihlutahópa, frá aukinni samkeppni um láglaunastörf. Hann sagði að núverandi kerfi vera ósanngjarnt ríkisborgurum og verkamönnum. Framtíð frumvarpsins í þinginu er þó ekki örugg. Repúblikanar eru með 52 þingmenn á móti 48 á öldungadeildinni en þeir þurfa 60 til að koma í veg fyrir málþóf. Búist er við því að demókratar muni mótmæla frumvarpinu verulega og jafnvel er búist við því að hófsamir repúblikanar muni einnig vera á móti frumvarpinu.
Donald Trump Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Sjá meira