Vinsæl heimildamynd gefur villandi mynd af hættu kjötneyslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 15:45 Í kynningarefni fyrir What the Health eru unnar kjötvörur lagðar að jöfnu við að láta börn reykja. Netflix Kjötát er sagt jafnslæmt fyrir heilsu manna og reykingar í heimildamyndinni „What the Health“ sem Netflix tók nýlega til sýningar. Myndin er hins vegar sögð full af rangfærslum og gefa ranga mynd af rannsóknum sem hún vísar til líkt og fyrri mynd sama leikstjóra, „Cowspiracy“. Rauði þráðurinn í What the Health er að kjötát sé mun óhollari mönnum en læknar og vísindamenn hafa látið í veðri vaka. Kjötvörur af ýmsu tagi valdi þannig offitu, krabbameinum, sykursýki 2 og eituráhrifum í mönnum. Færir leikstjórinn Kip Andersen og samstarfsmenn hans rök fyrir að menn ættu að snúa sér að grænmetisáti í staðinn og sakar jafnvel samtök eins og Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum um að taka þátt í að hylma yfir hversu skaðlegt kjöt sé raunverulega. Í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Vox kemur hins vegar fram myndin sé full af rangfærslum og oftúlkunum á rannsóknum á áhrifum kjötáts. Kvikmyndagerðarmennirnir sérvelji þannig rannsóknir sem styðja málstað þeirra en snúi út úr öðrum.Útúrsnúningur á skýrslu WHO um unnar kjötvörurEitt dæmi um villandi framsetningu í „What the Health“ er sú fullyrðing að unnar kjötvörur séu eins slæmar fyrir heilsu fólks og reykingar. Grundvöllur þeirrar staðhæfingar er skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um tengsl á milli unninna kjötvara og krabbameins frá árinu 2015. Andersen vitnar í skýrsluna og segir að neysla á unnum kjötvörum auki hættu fólks á ristilkrabbameini um 18%. Það er hins vegar villa framsetning á niðurstöðum skýrslu WHO*. Í henni kom fram að unnar kjötvörur eins og pylsur og beikon auka vissulega hættuna á ristilkrabbameini um 18%. Dagleg neysla þeirra eykur hættuna hins vegar úr 5% í 6% um ævina, sem samsvarar 18% aukningu. Í frétt á vef Landlæknis um skýrslu WHO kemur fram að unnar kjötvörur séu flokkaðar sem krabbameinsvaldandi, líkt og reykingar, áfengi eða eiturefnið asbetos. „Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja.“Unnar kjötvörur eru tengdar aukinni hætti á ristilkrabbameini, þó ekki nærri því mikilli og fullyrt er í What the Health.Vísir/EPAÞannig kom ekki fram í skýrslu WHO að neysla unninna kjötvara sé eins banvæn og reykingar. Í henni var aðeins fullyrt að vísbendingarnar sem tengja þær við ristilkrabbamein séu eins sterkar og þær sem sýna fram á tengsl reykinga við krabbamein. Í „What the Health“ gefur Andersen engu að síður í skyn að WHO meti unnar kjötvörur eins og sígarettur og spyr hvers vegna löglegt sé að láta börn borða þær. Fleiri rangfærslur eru í myndinni, þar á meðal að neysla á einu eggi á dag sé á við að reykja fimm sígarettur, að mjólkurneysla valdi krabbameini og að dagleg neysla á unnum kjötvörum auki hættuna á sykursýki um 51%.Fullyrti að landbúnaður væri verri en jarðefnaeldsneytiÞetta er þó ekki í fyrsta skipti sem athugasemdir hafa verið gerðar við meðferð Andersen á staðreyndum í myndum sínum. Fyrri mynd Andersen, „Cowspiracy“, var þannig gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með tölur um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Í „Cowspiracy“ gerir Andersen að því skóna að rétt rúmur helmingur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum komi frá búskap með dýr. Sakar hann umhverfisverndarsamtök og ríkisstjórnir um að standa í samsæri um að fela þá staðreynd. Opinberar tölur um losun gróðurhúsalofttegunda sýna að landbúnaður og búfénaður á vissulega verulegan þátt í henni. Þó ekkert í líkingu við tölurnar sem nefndar eru í „Cowspiracy“. Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2014 kom fram að fjórðungur losunar á heimsvísu komi frá landbúnaði, skógnýtingu og annarri landnýtingu, að því er kemur fram á vefsíðu bandarísku umhverfisstofnunarinnar EPA. Þannig er losun af völdum búfénaðar svipaður eða jafnvel ívíð meiri en frá samgöngum. Hlutfall þess er hins vegar yfirleitt töluvert lægra í þróuðum ríkjum. Á Íslandi metur Umhverfisstofnunin að losun frá landbúnaði hafi numið 13% af heildinni árið 2015, samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Í greiningu á losun frá íslenskum landbúnaði sem var unnin fyrir umhverfisráðuneytið í fyrra kemur fram að um 60% þeirrar losunar komi frá búfénaði. Vitnað var í villandi tölur Cowspiracy um að landbúnaður valdi 51% losunar í leiðara Fréttablaðsins á dögunum. Bændasamtökin svöruðu leiðaranum, án þess þó að hrekja þær tölur.Kip Andersen (t.v.) leitar að miklu leyti til fólks sem berst fyrir réttindum dýra og grænmetisætna frekar en sérfræðinga í myndum sínum.Vísir/GettyGölluð skýrsla um þátt búfénaðar í losun Þessa útþöndu tölu um hlut landbúnaðar í heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun hafði Andersen úr óritrýndri skýrslu umhverfissamtakanna Worldwatch Institute frá 2009. Eins og vísindasamtökin Union of Concerned Scientists, sem láta sig hnattræna hlýnun meðal annars varða, bentu á er rannsóknin sem sú skýrsla byggist á verulega gölluð. Þannig telja skýrsluhöfundar útöndun búfénaðar sem losun gróðurhúsaloftegunda sem lítur fram hjá þeirri staðreynd að plöntur gefa einnig frá sér koltvísýring þegar þær drepast. Koltvísýringurinn frá þeim hefði því alltaf losnað út í lofthjúpinn hvort sem dýr éta þær eða ekki.Einblíndu á skammtímaáhrif metanlosunarÞá jók aðferðin sem skýrsluhöfundarnir notuðust við til að meta áhrif gróðurhúsalofttegundarinnar metans verulega þátt búfénaðar í loftslagsbreytingum. Metan er mun öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Það lifir aftur á móti mun skemur í lofthjúpi jarðar. Með því að líta aðeins til tuttugu ára tímabils, mun skemur en áhrifa hnattrænar hlýnunar mun gæta, vega skýrsluhöfundarnir metan þrefalt áhrifameira en vísindamenn gera venjulega þegar þeir horfa til lengri tíma. Þannig fengu þeir út að búfénaður hefði verulega meiri áhrif en vandaðri rannsakendur gera. Hvað sem fullyrðingum „Cowspiracy“ líður áætla vísindamenn og yfirvöld að bruni á jarðefnaeldsneyti sé meginlosunarvaldur gróðurhúsalofttegunda þó að landbúnaður, þar á meðal búgriparækt, stuðli einnig að umtalsverðum hluta hennar.Uppfært 10/8/2017*Vegna ónákvæmni í orðavali mátti upphaflega skilja á greininni að „What the Health“ vitni ranglega í tölur WHO um áhrif unninna kjötvara á hættuna á ristilkrabbameini. Gagnrýnin snýr hins vegar að villandi framsetningu sem ýki hættuna þar sem myndin greinir aðeins frá því að hættan aukist um 18% án þess að tilgreina að það auki hana úr 5% í 6% yfir ævina. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Kjötát er sagt jafnslæmt fyrir heilsu manna og reykingar í heimildamyndinni „What the Health“ sem Netflix tók nýlega til sýningar. Myndin er hins vegar sögð full af rangfærslum og gefa ranga mynd af rannsóknum sem hún vísar til líkt og fyrri mynd sama leikstjóra, „Cowspiracy“. Rauði þráðurinn í What the Health er að kjötát sé mun óhollari mönnum en læknar og vísindamenn hafa látið í veðri vaka. Kjötvörur af ýmsu tagi valdi þannig offitu, krabbameinum, sykursýki 2 og eituráhrifum í mönnum. Færir leikstjórinn Kip Andersen og samstarfsmenn hans rök fyrir að menn ættu að snúa sér að grænmetisáti í staðinn og sakar jafnvel samtök eins og Samtök sykursjúkra í Bandaríkjunum um að taka þátt í að hylma yfir hversu skaðlegt kjöt sé raunverulega. Í umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Vox kemur hins vegar fram myndin sé full af rangfærslum og oftúlkunum á rannsóknum á áhrifum kjötáts. Kvikmyndagerðarmennirnir sérvelji þannig rannsóknir sem styðja málstað þeirra en snúi út úr öðrum.Útúrsnúningur á skýrslu WHO um unnar kjötvörurEitt dæmi um villandi framsetningu í „What the Health“ er sú fullyrðing að unnar kjötvörur séu eins slæmar fyrir heilsu fólks og reykingar. Grundvöllur þeirrar staðhæfingar er skýrsla Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um tengsl á milli unninna kjötvara og krabbameins frá árinu 2015. Andersen vitnar í skýrsluna og segir að neysla á unnum kjötvörum auki hættu fólks á ristilkrabbameini um 18%. Það er hins vegar villa framsetning á niðurstöðum skýrslu WHO*. Í henni kom fram að unnar kjötvörur eins og pylsur og beikon auka vissulega hættuna á ristilkrabbameini um 18%. Dagleg neysla þeirra eykur hættuna hins vegar úr 5% í 6% um ævina, sem samsvarar 18% aukningu. Í frétt á vef Landlæknis um skýrslu WHO kemur fram að unnar kjötvörur séu flokkaðar sem krabbameinsvaldandi, líkt og reykingar, áfengi eða eiturefnið asbetos. „Það þýðir þó ekki að það sé jafnhættulegt að borða unnar kjötvörur og að reykja.“Unnar kjötvörur eru tengdar aukinni hætti á ristilkrabbameini, þó ekki nærri því mikilli og fullyrt er í What the Health.Vísir/EPAÞannig kom ekki fram í skýrslu WHO að neysla unninna kjötvara sé eins banvæn og reykingar. Í henni var aðeins fullyrt að vísbendingarnar sem tengja þær við ristilkrabbamein séu eins sterkar og þær sem sýna fram á tengsl reykinga við krabbamein. Í „What the Health“ gefur Andersen engu að síður í skyn að WHO meti unnar kjötvörur eins og sígarettur og spyr hvers vegna löglegt sé að láta börn borða þær. Fleiri rangfærslur eru í myndinni, þar á meðal að neysla á einu eggi á dag sé á við að reykja fimm sígarettur, að mjólkurneysla valdi krabbameini og að dagleg neysla á unnum kjötvörum auki hættuna á sykursýki um 51%.Fullyrti að landbúnaður væri verri en jarðefnaeldsneytiÞetta er þó ekki í fyrsta skipti sem athugasemdir hafa verið gerðar við meðferð Andersen á staðreyndum í myndum sínum. Fyrri mynd Andersen, „Cowspiracy“, var þannig gagnrýnd fyrir að fara frjálslega með tölur um losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Í „Cowspiracy“ gerir Andersen að því skóna að rétt rúmur helmingur allrar losunar manna á gróðurhúsalofttegundum komi frá búskap með dýr. Sakar hann umhverfisverndarsamtök og ríkisstjórnir um að standa í samsæri um að fela þá staðreynd. Opinberar tölur um losun gróðurhúsalofttegunda sýna að landbúnaður og búfénaður á vissulega verulegan þátt í henni. Þó ekkert í líkingu við tölurnar sem nefndar eru í „Cowspiracy“. Í skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna frá 2014 kom fram að fjórðungur losunar á heimsvísu komi frá landbúnaði, skógnýtingu og annarri landnýtingu, að því er kemur fram á vefsíðu bandarísku umhverfisstofnunarinnar EPA. Þannig er losun af völdum búfénaðar svipaður eða jafnvel ívíð meiri en frá samgöngum. Hlutfall þess er hins vegar yfirleitt töluvert lægra í þróuðum ríkjum. Á Íslandi metur Umhverfisstofnunin að losun frá landbúnaði hafi numið 13% af heildinni árið 2015, samkvæmt svari við fyrirspurn Vísis. Í greiningu á losun frá íslenskum landbúnaði sem var unnin fyrir umhverfisráðuneytið í fyrra kemur fram að um 60% þeirrar losunar komi frá búfénaði. Vitnað var í villandi tölur Cowspiracy um að landbúnaður valdi 51% losunar í leiðara Fréttablaðsins á dögunum. Bændasamtökin svöruðu leiðaranum, án þess þó að hrekja þær tölur.Kip Andersen (t.v.) leitar að miklu leyti til fólks sem berst fyrir réttindum dýra og grænmetisætna frekar en sérfræðinga í myndum sínum.Vísir/GettyGölluð skýrsla um þátt búfénaðar í losun Þessa útþöndu tölu um hlut landbúnaðar í heildarlosun manna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun hafði Andersen úr óritrýndri skýrslu umhverfissamtakanna Worldwatch Institute frá 2009. Eins og vísindasamtökin Union of Concerned Scientists, sem láta sig hnattræna hlýnun meðal annars varða, bentu á er rannsóknin sem sú skýrsla byggist á verulega gölluð. Þannig telja skýrsluhöfundar útöndun búfénaðar sem losun gróðurhúsaloftegunda sem lítur fram hjá þeirri staðreynd að plöntur gefa einnig frá sér koltvísýring þegar þær drepast. Koltvísýringurinn frá þeim hefði því alltaf losnað út í lofthjúpinn hvort sem dýr éta þær eða ekki.Einblíndu á skammtímaáhrif metanlosunarÞá jók aðferðin sem skýrsluhöfundarnir notuðust við til að meta áhrif gróðurhúsalofttegundarinnar metans verulega þátt búfénaðar í loftslagsbreytingum. Metan er mun öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Það lifir aftur á móti mun skemur í lofthjúpi jarðar. Með því að líta aðeins til tuttugu ára tímabils, mun skemur en áhrifa hnattrænar hlýnunar mun gæta, vega skýrsluhöfundarnir metan þrefalt áhrifameira en vísindamenn gera venjulega þegar þeir horfa til lengri tíma. Þannig fengu þeir út að búfénaður hefði verulega meiri áhrif en vandaðri rannsakendur gera. Hvað sem fullyrðingum „Cowspiracy“ líður áætla vísindamenn og yfirvöld að bruni á jarðefnaeldsneyti sé meginlosunarvaldur gróðurhúsalofttegunda þó að landbúnaður, þar á meðal búgriparækt, stuðli einnig að umtalsverðum hluta hennar.Uppfært 10/8/2017*Vegna ónákvæmni í orðavali mátti upphaflega skilja á greininni að „What the Health“ vitni ranglega í tölur WHO um áhrif unninna kjötvara á hættuna á ristilkrabbameini. Gagnrýnin snýr hins vegar að villandi framsetningu sem ýki hættuna þar sem myndin greinir aðeins frá því að hættan aukist um 18% án þess að tilgreina að það auki hana úr 5% í 6% yfir ævina.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Út úr kú Það er algjörlega út úr kú að að hugsa til þess að stærsta mengunarvandamálið á jörðinni sé bókstaflega út úr kú. 13. júlí 2017 07:00