Öngvar málsbætur Bubbi Morthens skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði? Hann segir sjálfur frá því að, jú, hann hafi verið að spara sér aur, það hefði verið of kostnaðarsamt að þrífa upp dauð laxaseiði. Fyrirtækið Eyrar-fiskeldi hafði ekki gengið sem skyldi, það hefði verið dýrt að þrífa upp dauðu seiðin ef hann léti þau drepast úr hungri og þess vegna hefði hann sleppt þeim í hafið meðan þau tórðu enn. Það vita allir sem hafa fylgst með málum hér á landi og umræðunni um laxeldi að þetta flokkast undir glæp. Glæp gegn náttúrunni, glæp gegn íslenska laxinum. Maður sem ákveður að fara út í laxeldi og hagar sér svona þegar hann sér fram á gjaldþrot er illa áttaður. Hundrað og sextíu þúsund seiði, 300-600 gramma þung. Þetta er svo há tala í samhengi við hvað er að ganga af laxi í íslenskar laxveiðiár að mann setur hljóðan. Og hvar var eftirlitsstofnunin þegar þetta gerðist? Við þeirri spurningu þarf að fá svar. Útgerðarmaðurinn sem málið varðar á sér öngvar málsbætur. Hann hefur varpað skugga á umræðuna um laxeldið þar sem verið er að reyna að ná sátt um þessa hluti. Laxeldi er ógn við íslenska náttúru og íslenska laxinn. Okkur sem teljum laxeldi í sjókvíum vera tímaskekkju og berjumst fyrir því að það sé stundað í landkvíum eða þá að það sé notaður geldfiskur í sjókvíum hrýs hugur við slíkum siðferðisbresti. Svona framganga sýnir ennþá einu sinni að villimennskan gagnvart íslenskri náttúru viðgengst nánast fyrir opnum tjöldum. Því miður. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar