Fullyrða að losun gróðurhúsalofttegunda sé vantalin Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 09:57 Rannsóknastöð í Jungfraujoch í svissnesku Ölpunum hefur mælt meiri losun gróðurhúsalofttegundar í Ítalíu en þarlend stjórnvöld gefa upp. Empa.ch Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Raunveruleg losun öflugra gróðurhúsalofttegunda er meiri en sum ríki sem eiga aðild að Parísarsamkomulaginu gefa upp í losunarbókhaldi sínu. Breska ríkisútvarpið BBC fullyrðir þetta eftir úttekt sem það gerði. Vitnar BBC til mælinga svissneskra vísindamanna á miklu magni gróðurhúsalofttegunda á norðanverðri Ítalíu. Samkvæmt þeim eru þar losuð á bilinu 60-80 tonn af gróðurhúsalofttegundinni HFC-23. Ítölsk stjórnvöld gefa hins vegar aðeins upp innan við tíu tonn til Kýótó-sáttmálans, undanfara Parísarsamkomulagsins. Ítalska umhverfisstofnunin segir BBC að hún standi við opinberar tölur sínar og hafnar niðurstöðum svissnesku vísindamannanna.Hátt í 15.000 sinnum öflugri en koltvísýringurHFC-23 er svonefnt vetnisflúorkolefni en það er notað við framleiðslu ísskápa og loftræstikerfa. Gastegundin er 14.800 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur miðað við hundrað ára líftíma í lofthjúpi jarðar. Losun vetnisflúorkolefna var metin 3% af heildarlosun Evrópusambandsríkja á gróðurhúsalofttegundum árið 2015 samkvæmt opinberu losunarbókhaldi sambandsins. BBC segir að óvissa um nákvæma losun einstakra landa eins og Kína, Indlands og fjölda þróunarríkja sé mikil. Í Kína og Indlandi, tveimur af þremur löndum heims sem losa mest, er óvissan um losun sumra gróðurhúsalofttegunda sögð svo mikil að henni getið skeikað um 100% í hvora áttina sem er.Menn losa nú rúmlega 30 milljarða tonna af koltvísýringsígildum á ári.Vísir/GettyAðferðir og bókhald í sífelldri þróunKári Jónsson, sérfræðingur á sviði náttúru hjá Umhverfisstofnun, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að losunarbókhald ríkja sé mat á losun og því séu oft frávik frá raunverulegri eða mældri losun að finna í því. Töluverð óvissa geti fylgt mati á losun líkt og úttekt BBC leiði í ljós. Losunarbókhöld landa eigi hins vegar að vera í stöðugri þróun og aðferðafræði við útreikninga endurmetin þegar nýjar og betri upplýsingar komi fram. BBC hefur eftir sérfræðingum að óvissan um losun einstakra ríkja geti ógnað Parísarsamkomulaginu. Samkvæmt því eiga ríkin sjálf að meta losun sína í bókhaldi og setja sér markmið um að draga úr henni. „Án góðra upplýsinga til grundvallar fellur París í raun um sjálft sig. Það verður aðeins að málfundarfélagi án mikils árangurs,“ segir Glen Peters frá Alþjóðlegu loftslagsrannsóknamiðstöðinni í Osló.Styrkur koltvísýrings ekki meiri í hundruð þúsunda áraÞó að úttekt BBC bendi til þess að veruleg óvissa gæti verið um hlut einstakra ríkja í losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni hefur það ekki áhrif á mælingar vísindamanna á styrk þeirra í lofthjúpnum. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti er nú yfir 400 hlutum af milljón að jafnaði. Hann hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 400.000 ár. Hlutfall gróðurhúsalofttegundarinnar í lofthjúpnum hefur aukist um um það bil 40% frá því fyrir iðnbyltingu. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi er aðalorsök losunar á gróðurhúsalofttegundum.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira