Velferðin í forgangi Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. júlí 2017 07:00 Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Víglundsson Tengdar fréttir Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðis- og velferðarmál voru í forgrunni í síðustu kosningum. Verkefnin eru mörg og brýn. Fyrir liggur að nauðsynlegt er að endurskoða bótakerfin okkar, með að leiðarljósi að styðja betur við lágtekjuhópa. Meðal annars verður rýnt með hvaða hætti kerfið styður við einstæða foreldra. Sérstakar hækkanir bótafjárhæða til þeirra sem búa einir og eru með lægstu fjölskyldutekjurnar verða í byrjun næsta árs. Hækkun frítekjumarka atvinnutekna ellilífeyrisþega til samræmis við frítekjumark örorkulífeyrisþega verður forgangsmál. Á kjörtímabilinu hyggjumst við hækka fæðingarorlofsgreiðslur og ráðast í endurskoðun örorkulífeyriskerfis með aukna áherslu á starfsendurhæfingu fyrir þá sem eiga þess kost og aukinn stuðning til virkni. Til þessara verka þarf mikið fjármagn. Frá 2016 til loka ríkisfjármálaáætlunar vaxa útgjöld til heilbrigðis- og velferðarmála um nærri 100 milljarða að raunvirði og fara með því úr tæpum 49 prósentum í tæp 53 prósent af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Þetta sýnir áherslu nýrrar ríkisstjórnar á velferðarmál. Á föstudag birtist grein eftir Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann VG, þar sem hann hélt því fram að ríkisstjórnin „hugsi fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins“. Hann vísaði til laga um séreignarsparnað sem sett voru í tíð fyrri ríkisstjórnar sem er ætlað að fjölga þeim sem geta keypt sér fyrstu fasteign. Í samfélaginu eru hópar sem ekki eru í aðstöðu til að safna til húsnæðiskaupa. Húsnæðisaðgerðir stjórnvalda sem kynntar voru í byrjun júní beinast sérstaklega að þessum hópi. Nefna má 14,5 milljarða króna sem fara í að byggja 3.200 íbúðir í samstarfi við sveitarfélög, ASÍ og fleiri aðila á næstu árum, sem verða leigðar út á sanngjörnu verði. Niðurstaða þingmannsins er að við völd sé ríkisstjórn sem ætli sér ekki að bæta kjör þeirra verst settu. Sú staðhæfing er sett fram án stuðnings í nokkur haldbær gögn. Staðreyndir sýna hins vegar annað. Þar sést best að forgangsröðun er á velferð þeirra sem mest þurfa á að halda.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra.
Róttækni er þörf Enn einn ganginn hefur ríkisstjórnin sýnt það í verki að hún hugsar fyrst og fremst um hag efsta lags samfélagsins. Boðaðar húsnæðisaðgerðir hennar nýtast ekki þeim sem mest þurfa á þeim að halda, heldur beinast að þeim sem hafa það betra. 7. júlí 2017 07:00
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar