Erlent

Ólympíuleikarnir í París og L.A.

Sæunn Gísladóttir skrifar
Talið er líklegast að Sumarólympíuleikarnir verði í París árið 2024.
Talið er líklegast að Sumarólympíuleikarnir verði í París árið 2024. Vísir/EPA
Ákveðið var í dag að Sumaróllympíuleikarnir 2024 og 2028 yrðu haldnir í París, höfuðborg Frakklands og í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem stjórn Ólympíuleikanna ákveður staðsetningu tveggja leika í röð, en ekki hefur verið ákveðið hvor borgin verður fyrst í röðinni.

New York Times greinir frá því að líklegra sé að þar næstu leikir, leikirnir árið 2024, verði haldnir í París. Þá myndi Los Angeles halda leikina í þriðja skipti árið 2028.

Ákveðið var að velja staðsetningu Sumarólympíuleikanna með meiri fyrirvara en áður til þess að vinna gegn minnkandi áhuga landa á að halda leikina. Þeir eru mjög kostnaðarsamir og hafa spillingamál komið upp vegna þeirra síðustu árin.

Borgir sem halda leikanna þurfa að verja hundruðum milljóna króna í verkið og oft borgar það sig ekki fyrir borgirnar og koma þær út í mínus í kjölfarið. Með því að ákveða hverjir munu halda Sumarólympíuleikanna fram til ársins 2028 hefur verið hægt að draga úr áhyggjum vegna þeirra fyrir næstkomandi áratug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×