Google "Facebook-væðir“ viðmót sitt Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2017 23:57 Google ætlar að taka Facebook sér til fyrirmyndar og mun bæta fréttaveitu við viðmót sitt. Google Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google. Google Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Google kynnti í dag einstaklingssniðna fréttaveitu, líkt og þá sem notendur þekkja af Facebook. Fyrst um sinn verður veitunni komið fyrir í Google-smáforritinu fyrir iOS og Android-tæki en fyrirtækið hefur í hyggju að bæta henni einnig við Google-heimasíðuna. Viðbótinni er ætlað að sýna notendum efni sem þeir gætu haft áhuga á áður en þeir slá orð inn í leitarvélina. Fréttaveitan mun til að mynda birta fréttir, myndbönd og tónlist sem allt verður sérvalið á grundvelli leitarorða sem viðkomandi notendur hafa áður slegið inn í leitarvélina. Þó er sérstaklega tekið fram að fréttir sem birtast verði úr smiðju fjölmiðla úr mörgum áttum svo fólk geti fylgt efnisveitum sem bjóði upp á fjölbreytt sjónarhorn. Þá verður notendum gert kleift að „fylgja“ ákveðnum leitarniðurstöðum til að sníða fréttaveituna betur að áhugasviðum sínum. Heimasíða Google er sú vefsíða á netinu sem fær flestar heimsóknir en hún hefur hingað til verið þekkt fyrir stílhreint viðmót. Með nýju fréttaveitunni verður ef til vill breyting þar á. Þá hefur fréttastofa Breska ríkisútvarpsins ekki fengið staðfest hvort Google muni birta auglýsingar í veitunni líkt og fyrirmyndin, Facebook. Hægt er að kynna sér nýjungina frekar í tilkynningu frá Google.
Google Tækni Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira