Donald Trump lumbrar á CNN Samúel Karl Ólason skrifar 2. júlí 2017 15:15 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi á Twitter í dag breyttu myndbandi frá árinu 2007. Þá tók hann þátt í fjölbragðaglímu þar sem hann þóttist ráðast á mann. Myndbandinu hefur þó verið breytt og í stað andlits mannsins er nú merki CNN fréttastöðvarinnar. Því má sjá Trump lumbra á CNN í myndbandinu. Við myndbandið bætti Trump við myllumerkjunum #FraudNewsCNN og #FNN fyrir „Fraud News Network“. #FraudNewsCNN #FNN pic.twitter.com/WYUnHjjUjg— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 2, 2017 Samkvæmt Washington Post var myndbandið birt á Reddit fyrir nokkrum dögum. Þetta gerði forseti Bandaríkjanna degi eftir að hann varði samfélagsmiðlanotkun sína með því að segja að hún hentaði nútíma forseta. Hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum í New Jersey, en talsmaður hans neitaði að tjá sig um tístið.Brian Stelter, fréttamaður CNN, birti yfirlýsingu frá starfsmönnum CNN þar sem segir að starfsmenn CNN muni halda áfram að vinna vinnuna sína og að Trump ætti að „byrja að vinna sína“. Almannatengsladeild CNN svaraði Trump einnig á Twitter með því að rifja upp ummæli talskonu hans Söruh Huckabee frá því á fimmtudaginn. „Forsetinn hefur aldrei á nokkurn hátt ýtt undir eða hvatt til ofbeldis. Ef eitthvað þá er því öfugt farið.“"The President in no way form or fashion has ever promoted or encouraged violence. If anything, quite the contrary." - @SHSanders45 6/29/17— CNN Communications (@CNNPR) July 2, 2017 Eftir að Huckabee lét þessi orð falla fóru blaðamenn Washington Post yfir fjölmörg skipti þar sem Trump hvatti til ofbeldis.Hann hefur verið kærður fyrir að hvetja til ofbeldis. Á kosningafundum sínum fyrir kosningarnar í fyrra komu upp nokkur tilvik þar sem Trump hvatti til ofbeldis. Á einum slíkum fundi í nóvember 2015 sagði hann stuðningsmönnum sínum að reka mótmælanda út úr salnum. „Komið honum út. Hendið honum út,“ sagði forsetinn. Næsta dag birtust myndbönd þar sem verið var að beita þennan mann ofbeldi og Trump sagði að mótmælandinn hefði verið svo góður með sig að hann hefði „kannski átt skilið“ að vera laminn. Í mars í fyrra komu upp nokkur atvik þar sem forsetinn hvatti til ofbeldis. Meðal annars í eitt skipti þegar hann var að segja stuðningsmönnum sínum að reka annan mótmælenda á brott. Þá sagði hann að í gamla daga hefðu mótmælendur ekki látið sjá sig því það hefði verið komið fram við þá á grófan hátt. Sömuleiðis sagðist hann í eitt sinn ætla að greiða lögfræðikostnað þeirra stuðningsmanna sinna sem ráku mótmælenda út úr sal, ef þeir myndu slysast til að meiða hann. Þar að auki sagði Trump í fyrra að byssueigendur gætu „gert eitthvað í því“ að Hillary Clinton ætlaði sér að taka byssurnar af þeim.Trump punches CNN in a juvenile tweet, CNN calls it a sad day when President encourages violence against reporters https://t.co/56M6WXNHgX pic.twitter.com/VVwPvQ5rA1— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 2, 2017
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira