Trump ýjar að því að varðmenn annars viðauka gætu drepið Hillary Clinton Atli Ísleifsson skrifar 9. ágúst 2016 20:40 Frá kosningafundi Donald Trump í Norður-Karólínu. Vísir/Getty Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump ýjaði að því að „annars viðauka fólk“ gæti mögulega komið í veg fyrir að Hillary Clinton skipi óæskilega hæstaréttardómara, verði hún kjörin forseti. Trump lét orðin falla á kosningafundi í Wilmington í Norður-Karólínu, en með orðum sínum um „annan viðauka“ er hann að vísa í annan viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar sem heimilar Bandaríkjamönnum að bera vopn. „Ef hún fær að velja dómarana sína, er ekkert sem þið getið gert í því,“ sagði Trump, áður en hann hélt áfram: „En „annars viðauka fólkið“ – kannski gætu það. Ég veit það ekki.“ Einungis átta dómarar eiga nú sæti í hæstarétti Bandaríkjanna eftir að hinn íhaldssami Antonin Scalia féll frá í febrúar síðastliðinn. Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt dómarann Merrick Garland, en Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, hefur enn ekki greitt atkvæði um skipunina og vilja að næsti forseti skipi níunda dómarann. Í frétt Guardian er haft eftir kosningastjóra Hillary Clinton að orð Trump séu hættuleg og að sá sem sækist eftir að gegna forsetaembætti eigi ekki að ýja að ofbeldisverkum líkt og Trump gerði í ræðu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45 Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00 Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38 Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Sigurlíkur Clinton aukast gríðarlega Hillary Clinton leiðir í nánast öllum skoðanakönnunum á landsvísu í Bandaríkjunum. Líkur hennar á sigri hafa margfaldast á nokkrum dögum. 9. ágúst 2016 14:45
Repúblikanar farnir að hafa áhyggjur af forsetaefni sínu Áhrifamenn innan Repúblikanaflokksins eru farnir að skoða hvort hægt væri að finna annað forsetaefni í stað Trumps. 5. ágúst 2016 07:00
Trump boðar breytingar á skattkerfinu Donald Trump, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, ætlar að fá tannhjól bandaríska hagkerfisins til að snúast hraðar með því að fækka reglugerðum og lækka skatta á fyrirtæki. 8. ágúst 2016 19:38
Þjóðaröryggisráðgjafar innan Repúblikanaflokksins vara við Donald Trump Fimmtíu þjóðaröryggisráðgjafar innan vébanda Repúblikanaflokksins hafa varað við að forsetaframbjóðandinn Donald Trump verði gáleysislegasti forsetinn í sögu landsins, nái hann kjöri. 9. ágúst 2016 09:10