Í góðum félagsskap í dag – en hvað svo? Lilja Alfreðsdóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er tvímælalaust góður. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að umburðarlyndi. Mismunun og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum mælist einna minnst á heimsvísu. Hins vegar er tvennt sem kemur ekki vel út. Annars vegar reynist erfitt að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og hins vegar eru íslenskir háskólar ekki á meðal þeirra fremstu. Þetta eru slæmar fréttir inn í framtíðina. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið síðustu misseri, því eftirspurnin er langt umfram framboð. Sum sveitarfélög hafa ekki mætt lóðaeftirspurninni og því er mikill húsnæðisvandi í Reykjavík. Vaxtastigið á Íslandi hefur verið hærra en í mörgum samanburðarríkjum sökum þess að íslenska hagkerfið hefur verið þróttmeira en mörg önnur hagkerfi. Til þess að vinna gegn háu vaxtastigi þurfa peninga- og ríkisfjármálastefnan að ganga í takt. Hagstjórnin má ekki einungis hvíla á herðum Seðlabankans. Nauðsynlegt er að ráðast í skipulagsbreytingar á ríkisrekstrinum sem miða að því að nýta fjármagnið betur. Háskólarnir á Íslandi hafa sett sér það markmið að komast í fremstu röð háskóla á heimvísu. Til að ná þeim árangri þarf að efla rannsóknir og bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Að óbreyttu er ekki hægt að ná þeim árangri, ef litið er til ríkisfjármálaáætlunar til fimm ára. Staðreyndin er sú að fjárframlögin til háskólastigsins eru ekki metnaðarfull. Það er helsta verkefni stjórnvalda að hlúa að þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi og tryggja að kjör þeirra séu með þeim hætti að þær vilji búa á Íslandi. Af þeim sökum þurfa væntingar um lífskjör að vera sambærilegar því sem best gerist í heiminum. Það þarf tvennt að koma til; annars vegar þarf að tryggja það að fólk hafi góðar væntingar um það að geta komið upp þaki yfir höfuðið og hins vegar þarf fleiri vel launuð störf fyrir ungt fólk sem verða best tryggð með þekkingu og nýsköpun. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er ánægjulegt að Ísland, ásamt Noregi, skipi þriðja til fjórða sæti yfir ríki heims í rannsókn sem mælir vísitölu félagslegra framfara. Þessi vísitala mælir hve vel hefur tekist að tryggja velferð og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir íbúana. Árangur allra Norðurlandanna er tvímælalaust góður. Ísland er í fyrsta sæti þegar kemur að umburðarlyndi. Mismunun og ofbeldi gagnvart minnihlutahópum mælist einna minnst á heimsvísu. Hins vegar er tvennt sem kemur ekki vel út. Annars vegar reynist erfitt að eignast húsnæði á viðráðanlegu verði og hins vegar eru íslenskir háskólar ekki á meðal þeirra fremstu. Þetta eru slæmar fréttir inn í framtíðina. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið síðustu misseri, því eftirspurnin er langt umfram framboð. Sum sveitarfélög hafa ekki mætt lóðaeftirspurninni og því er mikill húsnæðisvandi í Reykjavík. Vaxtastigið á Íslandi hefur verið hærra en í mörgum samanburðarríkjum sökum þess að íslenska hagkerfið hefur verið þróttmeira en mörg önnur hagkerfi. Til þess að vinna gegn háu vaxtastigi þurfa peninga- og ríkisfjármálastefnan að ganga í takt. Hagstjórnin má ekki einungis hvíla á herðum Seðlabankans. Nauðsynlegt er að ráðast í skipulagsbreytingar á ríkisrekstrinum sem miða að því að nýta fjármagnið betur. Háskólarnir á Íslandi hafa sett sér það markmið að komast í fremstu röð háskóla á heimvísu. Til að ná þeim árangri þarf að efla rannsóknir og bjóða upp á framúrskarandi kennslu. Að óbreyttu er ekki hægt að ná þeim árangri, ef litið er til ríkisfjármálaáætlunar til fimm ára. Staðreyndin er sú að fjárframlögin til háskólastigsins eru ekki metnaðarfull. Það er helsta verkefni stjórnvalda að hlúa að þeim kynslóðum sem eru að vaxa úr grasi og tryggja að kjör þeirra séu með þeim hætti að þær vilji búa á Íslandi. Af þeim sökum þurfa væntingar um lífskjör að vera sambærilegar því sem best gerist í heiminum. Það þarf tvennt að koma til; annars vegar þarf að tryggja það að fólk hafi góðar væntingar um það að geta komið upp þaki yfir höfuðið og hins vegar þarf fleiri vel launuð störf fyrir ungt fólk sem verða best tryggð með þekkingu og nýsköpun. Höfundur er alþingismaður.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun