Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun Ellen Calmon og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir skrifar 22. júní 2017 09:30 Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Sigríður Hanna Ingólfsdóttir félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál Í umræðum á Alþingi 16. maí sl. um aðgerðir gegn fátækt kom Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, með tvær fullyrðingar um kjör örorkulífeyrisþega, sem því miður verða að teljast rangfærslur. Hann hélt því fram að kaupmáttur lægstu launa hefði aukist umfram almennan kaupmátt og að kaupmáttur örorkulífeyris hefði að sama skapi fylgt lægstu launum að undanförnu. Þetta er því miður ekki rétt hvað varðar þróun lífeyris almannatrygginga, eins og fram kemur meðal annars í umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2018-2022. ÖBÍ fékk Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út kaupmátt lágmarkslauna (lágmarkstekjutryggingu í dagvinnu) og kaupmátt óskerts örorkulífeyris. Með óskertum örorkulífeyri er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá. Eins og sjá má á myndinni er verulegur munur á þróun kaupmáttar lágmarkslauna annars vegar og lífeyris til örorkulífeyrisþega hins vegar, hvort heldur horft er til óskerts örorkulífeyris eða miðgildis heildartekna. Það er langt frá því að kaupmáttur þessara tekna hafi fylgst að eins og ráðherra heldur fram. Öfugt við lágmarkslaun hefur kaupmáttur örorkulífeyris rýrnað flest árin og hefur lítið breyst. Þá má geta þess að lágmarkslaun á vinnumarkaði eru einnig alltof lág en lág laun leiða frekar til örorku. Ef fólk þarf að leggja stund á fleira en eitt starf til að eiga í sig og á getur slíkt álag í lengri tíma leitt til örorku. Í sömu umræðu hélt félags- og jafnréttisráðherra eftirfarandi fram: „Markmiðið er að um næstu áramót hækki lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingar bæði ellilífeyris og örorkulífeyris í 300 þúsund krónur eins og lágmarkslaun á vinnumarkaði.“ Í fjármálaáætlun 2018-2022 er áætlað að hækkun lífeyris almannatrygginga verði einungis á bilinu 3,1% til 4,8% á tímabilinu (árin 2018-2022). Ef hærri prósentutala (4,8%) er tekin, mun óskertur örorku- og endurhæfingarlífeyrir hækka í 238.821 kr. á mánuði í byrjun árs 2018. Það er nokkuð langt frá 300 þúsund krónum. Það væri skref í rétta átt ef óskertur örorkulífeyrir yrði hækkaður um rúmar 72 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt í stað þess að hækka um á bilinu 7 til tæplega 11 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt, eins og fjármálaætlunin gerir ráð fyrir. Ekki er ljóst hvað ráðherra á við um lágmarksfjárhæðir eða lágmarkstekjutryggingu. Það er í raun enga lágmarksfjárhæð eða lágmarkstekjutryggingu að finna í almannatryggingakerfinu. Stækkandi hópur lífeyrisþega er með heildartekjur undir framfærsluviðmiði/óskertum lífeyri almannatrygginga. Eins og fram kemur í svari félags- og jafnréttismálaráðherra á Alþingi 27. febrúar síðastliðinn voru til að mynda 50 lífeyrisþegar með heildartekjur undir 80 þúsund krónum á mánuði í nóvember 2016. Það verður að teljast sérkennilegt að í umræðu um aðgerðir gegn fátækt hafi ekki verið minnst á þennan stækkandi hóp lífeyrisþega. Ellen Calmon er formaður ÖBÍ og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir er félagsráðgjafi og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun