Borgarastyrjöld eða aðeins einangrað tilvik Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Lögregla þurfti að varpa táragasi á mótmælendur í Karakas í gær. Vísir/AFP Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Óljóst er hversu mikils stuðnings Oscar Pérez, lögregluþjónn sem stal þyrlu og varpaði úr henni sprengjum á hús hæstaréttar landsins í Karakas, höfuðborg Venesúela, í gær nýtur. Pérez birti myndband á Instagram í gær þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Fyrir aftan hann stóðu fjórir grímuklæddir og þungvopnaðir menn. „Við erum bandalag hermanna, lögreglumanna og almennra borgara sem vill koma á jafnvægi í Venesúela og vinna gegn glæpamönnunum sem fara með stjórn ríkisins,“ sagði Pérez í myndbandinu. Hann bætti því við að bandalagið aðhylltist enga stjórnmálastefnu og studdi engan flokk. Þeir væru einfaldlega föðurlandsvinir. Fjórum handsprengjum var varpað á hæstaréttarbygginguna og þá var fimmtán skotum skotið að húsi innanríkisráðuneytisins, að því er segir í frétt Reuters. Enginn særðist í árásinni.Nicolas Maduro, forseti Venesúela. Fréttablaðið/EPANærri dagleg fjöldamótmæli hafa verið gegn ríkisstjórn Nicolas Maduro forseta undanfarna mánuði og hafa nærri hundrað manns farist í átökum við her og lögreglu. Mótmæli hafa þó verið tíð frá árinu 2014 og hafa um það bil fimmtíu til viðbótar látið lífið síðan þá. Talið er að um tíu þúsund hafi verið handtekin við mótmæli undanfarin ár. Helstu ástæður mótmælanna eru spilling og afar slæmt ástand efnahagsmála þar í landi. Samkvæmt Gallup telja flestir íbúar Venesúela ríkisstjórnina spillta. Þá er gríðarleg verðbólga og mikill skortur á matvælum og öðrum nytjavörum í landinu. Í könnun Datos telur rúmur helmingur að sósíalísk ríkisstjórn Maduros beri ábyrgð á einkar slæmu ástandi efnahagsmála. Sjálfur hefur Maduro sagt að kapítalistar heyi efnahagslegt stríð gegn ríki sínu. Ef Pérez nýtur raunverulegs stuðnings gæti verið að óeirðir og mótmæli undanfarinna ára taki á sig nýja mynd og umbreytist í raunverulega borgarastyrjöld. Einnig er mögulegt að Pérez spili sig nú stærri en hann er og að Maduro stafi ekki raunveruleg hætta af honum. Forsetinn kallaði árásina hryðjuverkaárás. Þá skipaði hann hernum að vera vel á varðbergi. „Ég hef skipað hernum öllum að standa vörð um friðinn. Fyrr eða síðar munum við handsama þá sem frömdu þessa hryðjuverkaárás,“ sagði Maduro í gær. Maduro sagði að árásarmennirnir vildu fremja valdarán. Fyrr í vikunni, á þriðjudag, ítrekaði Maduro ásakanir sínar í garð Bandaríkjanna um að ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta styddi slíkar tilraunir. Á mánudag tilkynnti hann um að fimm hefðu verið handteknir, grunaðir um að leggja grunninn að innrás Bandaríkjanna í Venesúela.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna