Segja aðeins þrjú ár til stefnu að stöðva hættulegar loftslagsbreytingar Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2017 16:00 Endurnýjanlegir orkugjafar framleiddu 23,7% raforku í heiminum árið 2015 en þurfa að ná 30% árið 2020, samkvæmt hópnum. Vísir/EPA Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru. Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Byrji þjóðir heims ekki að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2020 gæti það reynst ómögulegt að stöðva verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er mat sex sérfræðinga sem birtu yfirlýsingu í tímaritinu Nature. Vísa sérfræðingarnir til útreikninga á hversu mikið magn gróðurhúsalofttegunda menn geta losað án þess að eyðileggja möguleika sína á að ná markmiði Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5-2°C. Hlýnun sem þegar hefur átt sér stað nemur um 1°C. Reiknað hefur verið út að menn geti losað einhvers staðar á bilinu 150 til 1.050 milljarða tonna af koltvísýringi út í lofthjúpinn án þess að hlýnun fari úr þessum böndum. Þó að árleg losun mannkynsins hafi staðið í stað síðustu þrjú árin eftir mikinn vöxt áratugina á undan nemur hún nú um fjörutíu milljörðum tonna árlega. Neðri mörkum þess kolefniskvóta yrði því náð á innan við fjórum árum. Til að halda hnattrænni hlýnun innan þeirra marka sem stjórnmálamenn hafa ákveðið að jarðarbúar geti lifað með þyrfti losunin að hætta með öllu eftir 2020. Sé miðað við miðgildið, 600 milljarða tonna, gætu menn haft fimmtán ár til að koma í veg fyrir verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar eins og hækkandi yfirborð sjávar, öfgakenndara veðurfar og skaðleg áhrif á lífverur vegna breytilegs loftslags.Christiana Figueres leiðir verkefni sem nefnist Mission 2020 til að hafa áhrif á leiðtoga G20-ríkja.Vísir/EPAEngin ný kolaorkuver eftir 2020 Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna sem hafði meðal annars umsjón með Parísarsamkomulaginu, fer fyrir sexmenningunum sem eru höfundar yfirlýsingarinnar í Nature. Hinir eru loftslagsvísindamenn og yfirmenn stofnana.Washington Post segir að auk þeirra hafi fjöldi vísindamanna, stjórnmálamanna og fulltrúa fyrirtækja skrifað undir yfirlýsinguna. Markmiðið með henni er að hvetja leiðtoga G20-ríkjanna til dáða en þeir koma saman til fundar í næstu viku. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur þegar sagt að hún ætli að setja loftslagsmál á oddinn á fundinum, þrátt fyrir að hún geri ráð fyrir erfiðum viðræðum vegna ágreinings við ríkisstjórn Donalds Trump sem ætlar að draga sig úr Parísarsamkomulaginu. Leggja sexmenningarnir til ýmsar tillögur sem þeir segja róttækar og jafnvel ómögulegt að ná fyrir 2020. Þar á meðal er að endurnýjanlegir orkugjafar muni standa undir þriðjungi orkuframleiðslunnar þá, engin ný kolaorkuver verði reist og byrjað verði að undirbúa að loka öllum þeim sem fyrir eru.
Loftslagsmál Vísindi Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira