Fótbolti

Þrjár þrennur í kvöld | Öll úrslit og markaskorarar kvöldsins

Wagner skoraði þrjú mörk í kvöld.
Wagner skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/getty
Fjölmörg mörk voru skoruð í síðari leikjum dagsins í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. Þrjár þrennur litu einnig dagsins ljós.

Þýskaland rústaði San Marínó þar sem Sandro Wagner skoraði þrennu. Þýskaland er á toppnum með fullt hús stiga, átján stig, en San Marínó á botninum án stiga. Lestu um leik Noregs og Tékklands hér.

Í E-riðli vann Svartfjallaland mikilvægan sigur á Armeníu þar sem Stevan Jovetic skoraði þrennu. Svartfjallaland er í öðru sæti sex stigum á eftir Póljverjum, en Armenar eru í fimmta sæti með sex stig.

Robert Lewandowski skoraði svo þriðju þrennu kvöldsins þegar hann skoraði öll þrjú mörk Pólverja í 3-1 sigri á Armeníu, en Rúmenar eru í fimmta sæti riðilsins með sex stig.

Í F-riðil vann Slóvakía 2-1 sigur á Litháen og skýst því upp í annað sæti riðilsins, en þeir eru tveimur stigum á eftir Englandi og einu á undan Slóvakía. Litháen er í fimmta sætinu með fimm stig.

C-riðill:

Þýskaland - San Marínó 7-0

1-0 Julian Draxler (11.), 2-0 Sandro Wanger (16.), 3-0 Sandro Wagner (29.), 4-0 Amin Younes (38.), 5-0 Shkodran Mustafi (47.), 6-0 Julian Brandt (72.), 7-0 Sandro Wagner (85.).

Noregur - Tékkland 1-1

E-riðill:

Svartfjallaland - Armenía 4-1

1-0 Fatos Beciraj (2.), 2-0 Stevan Jovetic (28.), 3-0 Stevan Jovetic (54.), 4-0 Stevan Jovetic (82.), 4-1 Rusland Koyran (89.).

Pólland - Rúmenía 3-1

1-0 Robert Lewandowski - víti (29.), 2-0 Robert Lewandowski (57.), 3-0 Robert Lewandowski - víti (62.), 3-1 Bogdan Stancu (77.).

F-riðill:

Litháen - Slóvakía 1-2

0-1 Vladimir Weiss (32.), 0-2 Marek Hamsik (58.), 1-2 Darvydas Sernas (90.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×