Voru þrælarnir auðlind? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júní 2017 07:00 Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Við erum gamalt þjóðfélag bænda- og veiðimanna, sem lifði á dýrum, en þau voru lengst af flokkuð sem hlutir: Réttlaus og varnarlaus. Og, þó að tímarnir hafi breyzt og við vitum að fjölmörg dýr hafa vitund og breitt svið skynjana, hugsana og tilfinninga, eins og við, eimir sterklega eftir af gömlu afstöðunni: Virðingarleysinu og tilfinningaleysinu gagnvart dýrum.Blökkumenn flokkaðir með dýrum Afríkunegrar voru fram á miðja nítjándu öld flokkaðir með dýrum: Þeir voru réttlausir, gengu kaupum og sölum, þeim var þrælkað út, þeim mátti gera hvað sem var, þeir voru jafnvel barðir til óbóta eða drepnir, ef eigendunum þóknaðist svo. Það, sem gerði blökkumenn að dýrum, var aðallega annar húðlitur. Það sem gerir dýrin að dýrum, er einkum annað líkamsform og annars konar vitsmunir, sennilega líka skortur á græðgi og grimmd. Margir telja sig geta gert hvað sem er við dýrin – eins og við þrælana á sínum tíma – og hafa þau stöðu grass, runna eða trjáa, í augum ýmissa.Falleg orð með vafasamri merkingu Mikið er hér talað um auðlindir og sjálfbærni. Þetta eru áferðarfalleg orð, en, hvað merkja þau eiginlega? Ég átti tal við góðan og gegnan mann um daginn, og bað hann að styðja baráttu mína fyrir friðun hvala og sela, en ég tel óþarft, tilgangslaust og grimmilegt dráp hvala vera smánarblett á þjóðinni, og selir eru í útrýmingarhættu. Svarið var þetta: „Selina, já, en ég er hlynntur því, að við nýtum auðlindir okkar, og hvalastofninn er hér sjálfbær.“ Eru hvalir, sem eru á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi, kenna hver öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum og búa mest af árinu víðsfjarri Íslandi, okkar auðlind!?? Og, ef svo væri, á þá að halda áfram að drepa þá, þó að Hvalur hf. sé með yfirfullar frystigeymslur af óseljanlegu hvalkjöti og það fyrirtæki, sem helzt drepur hrefnur, sé rekið með milljónatapi!? Eiga hvalir þá engan rétt á sjálfstæðri eigin tilveru? Eiga mennirnir allt!?Sjálfbærnin í verki Það voru um 500.000 hvalir í úthöfunum, nú eru þeir um 50.000. Sjálfbærni þýðir það, að drepa eins mikið af hvölum, eins og frekast má verða, þó þannig, að þeim verði ekki útrýmt. Flott sjálfbærni það. Réttnefni væri útrýmingarmörk. Það voru um 33.000 selir við landið 1980. Nú er búið að veiða og drepa þá svo heiftarlega, að stofninn er kominn í 7.700 seli. „Sjálfbærnin“ lá við 12.000 seli. Hví er þetta útrýmingaræði ekki stoppað!? Rjúpnastofninn var um ein milljón fugla. Þegar nánast var búið að útrýma honum í blóðþorsta og græðgi – kjötið er svo gott – voru „sjálfbærnimörkin“ sett við 100 þúsund fugla. Þar stóð stofninn í fyrra. Samt var leyft að drepa 40 þúsund fugla. Eru þeir fuglar þá ótaldir, sem gátu forðað sér og drápust helsærðir fjarri veiðimanni. Að þessari helför stóðu 6 þúsund tilfinningalitlir byssumenn. Ekki var það gott innlegg í þeirra karma. Er ekki mál til komið, að þessi fallegi og friðsæli fugl fái frið!? Til allrar framtíðar!Skapaði minkurinn sig sjálfur? Hörmulegt dýraníð kom upp á dögunum. Lamb festist í minkaboga, og varð að aflífa það. Dýrabogar, sem valda dýrum heiftarlegum áverka og kvalræði, eru að sögn Umhverfisstofnunar leyfilegir. Segir það sína sögu um dýra- og náttúruvernd í okkar blessaða landi, en þeir eru bannaðir í öllum siðmenntuðum löndum. Þýzkaland bannaði þá 1934. Svei þeim stjórnvöldum, sem kvalatólið minkaboga leyfa. Reyndar er öll afstaða til minka með ólíkindum. Þá má líka kæfa, grýta til dauða og drekkja, varnarlausir ungar meðtaldir. Ekki sköpuðu þeir sig sjálfir eða kusu sér Ísland sem dvalarstað! Þar ber mannshöndin ábyrgð. Kunningi minn í Þýzkalandi hélt 3 merði eða minka sem húsdýr sér og sínum til gleði og ánægju. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun