Microbit og hugrekki í íslensku menntakerfi Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 14. júní 2017 10:58 Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í háværri umræðu um íslenskt menntakerfi gleymist gjarnan að draga fram þá einstöku stöðu sem íslensk þjóð býr yfir sem getur, samhliða annarri þróun, skilað okkur framúrskarandi árangri í menntamálum. Á Íslandi búum við í litlu samfélagi sem m.a. getur skilað árangursríku nábýli menntakerfis og atvinnulífs og, þrátt fyrir allt, eigum við menntakerfi sem stuðlar að jöfnuði og tækifærum til handa öllum börnum. Þetta eru m.a. ástæður þess að menntakerfið okkar ætti að geta brugðist við þróun í samfélaginu með kvikari hætti en aðrar þjóðir og vegna þess hve sterkar stoðir við eigum bæði í menntakerfinu og atvinnulífinu ættum við að geta skilað árangri sem eftir er tekið á heimsvísu. Nauðsynleg þróun á íslensku menntakerfi snýr að aðferðafræði og nálgun fremur en að efla hefðbundna þekkingarmiðlun. Með þessu á ég við að við þurfum að tileinka okkur nýjan hugsun þegar kemur að því hvernig við bregðumst við þróun og breyttum aðstæðum. Við þurfum að þora að fara af stað án þess að vita nákvæmlega hvert vegferðin leiðir okkur og á sama hátt þurfum við að leyfa börnum að leggja í rannsóknir og leita svara sem við þekkjum ekki. Þannig mun hlutverk þeirra sem að menntun koma í auknu mæli þróast í að skapa vettvang, aðstæður og grunn fyrir nemendur frekar en að miðla með markvissum hætti svörunum við öllum spurningunum sem við vitum. Það eru ekki svörin sem munu skila bestum árangri sem völ er á í íslensku menntakerfi. Á sama hátt verður hæfni í lausnamiðun, hugmyndaauðgi og rökhugsun ekki þjálfuð nema í umhverfi sem er vel til þess fallið að ýta undir slíka færni. Á nýliðnum vetri var farið af stað með mikilvægt verkefni fyrir íslenskt samfélag sem í raun byggir á þeim þáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan. Microbit eða Kóðinn 1.0 er sameiginlegt verkefni opinberra aðila, fjölmiðla, atvinnulífs og íslensks menntakerfis. Verkefnið byggir á mikilvægi þess að unnið sé markvisst með forritunarkennslu, skapandi hugsun, hugmyndaauðgi og lausnamiðun. Aðilar tóku höndum saman um kaup og dreifingu á forritanlegum smátölvum, þróuðu efni og miðluðu þekkingu og hugmyndum eftir því sem framvinda gaf tilefni til. Niðurstaðan er sú að árangurinn fór fram úr björtustu vonum og verkefnið vekur athygli víða um heim, fyrst og fremst vegna aðferðafræðinnar og þeirrar nálgunar sem lögð var til grundvallar. Í upphafi var ekki vitað hver þróunin yrði og við þekktum ekki svörin við öllum spurningum en fjöldi aðila, og þar eru kennarar fremstir í flokki, höfðu hugrekki til að taka af skarið og taka afstöðu með hinu mikilvæga en lítt þekkta viðfangsefni. Það þarf hugrekki til að sleppa tökunum á „kerfinu“ sem við þekkjum og innleiða nýja hugsun. Það þarf líka hugrekki til að horfast í augu við það að svörin sem við þekkjum eru ekki svörin sem börnin okkar þurfa mest á að halda í framtíðinni. Ef við höfum kjark til að horfast í augu við þetta er okkur ekkert að vanbúnaði og við erum stóru skrefi nær því að tryggja börnunum okkar og íslensku atvinnulífi bjarta framtíð. Höfundur er sviðsstjóri fagsviðs mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun