Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 11:12 David Lammy segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017 Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13