Breskur þingmaður óttast að hundruð hafi látist í brunanum Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 11:12 David Lammy segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017 Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
David Lammy, þingmaður breska Verkamannaflokksins og fyrrverandi ráðherra, segist óttast að hundruð manna hafi látið lífið í brunanum í Grenfell-turninum í London aðfaranótt gærdagsins. Hann segir það sem gerðist jafnist á við manndráp af hendi fyrirtækja. Staðfest var í morgun að sautján manns hafi látið lífið í brunanum þó að fastlega sé búist við að sú tala komi til með að hækka. Alls voru 120 íbúðir í Grenfell-turninum og er áætlað að milli 400 og 600 manns hafi búið í húsinu. Talsmaður Lundúnalögreglunnar sagðist í morgun ekki geta gefið upp um fjölda þeirra sem sé saknað.Fjölskylduvinar saknað Lammy segir að náin vinkona fjölskyldunnar, Khadija Saye, og móður hennar sé enn saknað eftir brunann. Hin 24 ára Saye starfaði hjá eiginkonu Lammy en þær eru báðar listakonur. Lammy lýsir Saye sem „fallegri ungri konu með frábæran starfsferil framundan“. Hann segir að ekkert hafi heyrst frá Saye eftir brunann og að eftir því sem sekúndurnar líða verði þau sífellt svartsýnni. Hann sagðist vona að hún væri á sjúkrahúsi og „hafi ekki farist í byggingunni, líkt hundruðir annarra, eins og mig grunar að þau hafi gert þegar upp verður staðið,“ segir Lammy.Manndráp af hendi fyrirtækja Þingmaðurinn sagði jafnframt að sú staðreynd að þeir sem bjuggu í turninum hafi margir verið fátækir hafi meðal annars stuðlað að því hvernig fór. „Þetta er ríkasta hverfið í landinu okkar þar sem komið er fram við borgarana á þennan hátt og við eigum að segja hlutina eins og þeir eru. Þetta er manndráp af hendi fyrirtækja. Það er það sem þetta er. Og í raun eiga menn að verða handteknir. Þetta er hneyksli,“ segir Lammy. Hann segir að margar þeirra íbúðabygginga sem reistar voru á áttunda áratugnum eigi að vera rifnar vegna ástands þeirra og slæmra brunavarna. Það sem gerðist sé fullkomlega óásættanlegt.Here is what I said this morning on the Today prog - #GreenfellTower tragedy is corporate manslaughter and people must be held to account pic.twitter.com/LrfE4JRABH— David Lammy (@DavidLammy) June 15, 2017
Bretland Bruni í Grenfell-turni England Tengdar fréttir „Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00 Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
„Maður verður algerlega hjálparvana gagnvart svona atburði" Kristín Ólafsdóttir hefur tekið þátt í að aðstoða þá sem misstu heimili sín í London og segir mikinn samhug vera í samfélaginu. 15. júní 2017 07:00
Staðfest að sautján hafi látist í brunanum í London Fastlega er búist við að fjöldi látinna komi til með að hækka. 15. júní 2017 10:13