Styrking krónunnar hefur verri áhrif á ferðaþjónustu á landsbyggðinni Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 12:52 Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. vísir/pjetur Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina. Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum fjölgaði alls staðar á landinu á fyrstu fjórum mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. Þetta má lesa úr tölum Hagstofunnar. Á fyrstu fjórum mánuðum ársins var fjölgun gistinátta þó einna minnst á landsvæðum sem eru lengst frá höfuðborgarsvæðinu; Norðurlandi, Austurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. Fjölgun gistinátta var minnst á Austurlandi, rúm 13 prósent en næstminnst á Norðurlandi eða 23 prósent. Þessi þróun skýrist að einhverju leyti af því að dvalarlengd ferðamanna hefur verið að styttast á síðustu misserum hér á landi meðal annars vegna styrkingar krónunnar sem hefur hækkað dvalarkostnað ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Styttri dvalarlengd dregur úr svigrúmi ferðamanna til að ferðast yfir langan veg hér á landi. Þar sem nær allir ferðamenn sem sækja landið heim koma í gegnum Leifsstöð er ljóst að styttri dvalarlengd kemur harðast niður á þeim svæðum sem eru langt frá millilandaflugvellinum segir í henni. Þetta þýðir að sú styrking sem orðið hefur á krónunni á síðustu misserum og möguleg áframhaldandi styrking til framtíðar muni koma harðar niður á svæðum eins og Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum en þeim svæðum sem liggja nær millilandafluginu.Dvalarlengdin fylgist að við gengisbreytingar Gengi krónunnar gagnvart helstu viðskiptamyntum var töluvert sterkara á fyrstu fjórum mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það fjölgaði gistinóttum erlendra ferðamanna á heilsárshótelum alls staðar á landinu milli ára. Þeim fjölgaði hins vegar ekki í samræmi við fjölgun ferðamanna. Dvalarlengdin hefur verið að dragast saman á hverju ári í þeirri uppsveiflu sem hófst í ferðaþjónustu árið 2011. Sé skoðuð fylgni á milli annars vegar breytinga í gengi krónu og breytinga í dvalarlengd hins vegar frá árinu 2003 milli fjögurra fyrstu mánaða hvers árs kemur í ljós að breytingar í dvalarlengd og breytingar í gengi fylgjast að með þeim hætti að styrking krónu styttir dvalarlengd en veiking hennar lengir dvölina.
Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00 Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Færri ferðamenn eystra Ferðaþjónustufólk á Austurlandi kveðst finna fyrir fækkun ferðamanna líkt og raunin er á Vestfjörðum. Súrt ef krónan eyðileggur fyrir okkur, segir hótelstjóri. 19. júní 2017 07:00