Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar 6. júní 2017 14:15 Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ketill Berg Magnússon Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum. Líkt og ársreikningar og ársskýrslur fyrirtækja og stofnana þá eru samfélagsskýrslur gjarnan gefnar út árlega með upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins síðastliðið ár, en með fókusinn á umhverfis- og samfélagsáhrif fyrirtækisins. Þannig geta fjárfestar, viðskiptavinir, lánadrottnar, samstarfsaðilar og aðrir sem eiga hagsmuna að gæta af rekstri fyrirtækisins fengið ítarlegri upplýsingar um reksturinn og betur metið árangur þess. Sú tíð er liðin þegar fjárhagsleg afkoma fyrirtækja var eini mælikvarðinn á árangur í rekstri. Fyrirtæki hafa víðtæk áhrif á samfélögin sem þau starfa í svo krafan um meira gagnsæi um starfsemi þeirra þykir orðið sjálfsögð. Mikilvægt er að mæla umhverfisáhrif fyrirtækja og þau áhrif sem starfsemi þeirra hefur á félagslega þætti í samfélaginu. Þannig er augljóst að fyrirtæki sem hirðir ekki um mengunarvarnir eða skilur eftir sig sviðna jörð í samskiptum sínum við viðskiptavini hefur ekki eins jákvæð áhrif á samfélagið og fyrirtæki sem með starfsemi sinni lágmarkar umhverfisspor sín og leggur sig fram við að viðskiptin séu siðræn og hafi gagnkvæman ávinning fyrir eigendurna og aðra hagsmunaaðila fyrirtækisins. Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að meta og mæla umhverfis- og félagsleg áhrif fyrirtækja. Smám saman hafa mælikvarðar orðið samræmdari þannig að auðveldara er að skilja og bera saman árangur fyrirtækja á þessum sviðum. Þróuð hafa verið alþjóðleg ófjárhagsleg árangursviðmið fyrirtækja, meðal annars í Global Compact, sáttmála Sameinuðu þjóðanna, viðmiðum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), af samtökunum Global Reporting Initiative auk þess sem alþjóðasamtök sjálfbærra kauphalla, og þar með Kauphöll Íslands, hafa gefið út leiðbeiningar um birtingu upplýsinga um umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti. Flest þessara viðmiða eru valfrjáls og velja fjölmörg fyrirtæki að gangast undir þau af fúsum og frjálsum vilja því þau sjá að það bætir árangur fyrirtækjanna og skapar meiri sátt um reksturinn meðal hagsmunaaðila. Á miðju síðasta ári var fest í lög á Íslandi að stór fyrirtæki verða að birta upplýsingar um umhverfis- og félagsleg áhrif sín í ársreikningum sínum. Slík lög hafa verið í gildi í nokkur ár á Norðurlöndunum og verða innleidd í löndum ESB samkvæmt tilskipun ESB frá árinu 2014. Þróunin er því í áttina að aukinni upplýsingagjöf fyrirtækja um umhverfis- og félagslega þætti í rekstri sínum. Slíkar skýrslur eru oft sannreyndar af óháðum aðila líkt og endurskoðendur gera við ársreikninga félaga. Fleiri og fleiri íslensk fyrirtæki, stofnanir, sjóðir og sveitafélög vilja innleiða ábyrga starfshætti í starfsemi sína. Árið 2011 var Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stofnuð í þeim tilgangi að styðja við fyrirtæki sem vilja vinna að samfélagslegri ábyrgð. Nú, sex árum síðar, hafa 93 fyrirtæki gerst aðilar að Festu og sækja þangað upplýsingar um þróun samfélagsábyrgðar innan lands og utan. Fyrirtækjum hérlendis fjölgar einnig sem birta árlega upplýsingar um árangur sinn í umhverfis- og samfélagsmálum. Slíkar upplýsingar eru ýmist birtar í sérstökum samfélagsskýrslum eða sem hluti af ársskýrslum fyrirtækjanna. Það er spennandi að sjá að í mörgum tilfellum nýta fyrirtæki samfélagsskýrslurnar til að segja frá nýsköpun og árangri á sviði umhverfis- og samfélagsmála sem augljóslega stuðlar bæði að betri rekstrarafkomu þeirra og skilar sér til samfélagsins. Mörg fyrirtæki virðast hafa komið auga á að stærstu tækifæri þeirra til vaxtar og nýsköpunar eru einmitt á sviði sjálfbærni og félagslega ábyrgra starfshátta. Fimmtudaginn 8. júní nk. kl. 8.30 mun Festa og Stjórnvísi standa fyrir fundi um samfélagsskýrslur fyrirtækja. Þar munu forsvarsmenn fyrirtækja fjalla um samfélagsskýrslur sínar og lýsa því hvernig þær nýtast í starfsemi fyrirtækjanna.Höfundar eru Fanney Karlsdóttir stjórnarformaður og Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar