Allir hagnast Magnús Már Guðmundsson skrifar 24. maí 2017 07:00 Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Már Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum steig Reykjavíkurborg mikilvægt skref til móts við framtíðina þegar samþykkt var að bjóða starfsmönnum borgarinnar að gera samgöngusamninga. Á áttunda þúsund kvenna og manna starfa hjá Reykjavíkurborg á fjölmörgum starfsstöðum og því er ljóst að ákvörðunin mun snerta marga með beinum eða óbeinum hætti. Markmiðið með samningunum er að auka hlutfall starfsmanna sem nýta vistvænar samgöngur vegna ferða til og frá vinnu eða vegna vinnutengdra ferða. Greiðslur vegna samninganna munu nema 72 þúsund kr. á ári fyrir starfsfólk í 50-100% starfi og 36 þúsund kr. á ári fyrir fólk í 33%-49% starfshlutfalli. Frá og með 1. september nk. geta yfir sjö þúsund starfsmenn gert slíka samninga. Styrknum er ætlað að standa undir kostnaði vegna t.d. fargjalda með strætó, fatnaðar, reiðhjóls eða annars kostnaðar vegna vistvæns ferðamáta. Hjá Reykjavíkurborg starfar öflugt starfsfólk sem heldur úti ólíkri starfsemi og þjónustu við borgarbúa og aðra þá sem heimsækja borgina gangandi. Starfsfólkið er almennt ánægt og það er sérstakt fagnaðarefni að í nýrri viðhorfskönnun meðal starfsmanna eykst starfsánægja milli ára. Reykjavíkurborg á að gera vel við starfsfólk sitt og nú þegar stendur því til boða að sækja sundlaugarnar og bókasöfnin frítt. Samgöngusamningarnir eru nýr liður í góðri starfsmannastefnu sem skiptir ekki síður máli enda um verulega búbót að ræða fyrir þá sem taka þátt. Fyrir utan þá staðreynd að aukin hreyfing stuðlar að bættri heilsu. Samningarnir eru hins vegar ekki bara starfsmanna- og lýðheilsumál því þeir eru ekki síður umhverfis- og loftslagsmál. Markmið með gerð þeirra er að létta á álagstímum í umferðinni, draga úr mengun og útblæstri og auka notkun almenningssamgangna. Þegar horft er til kolsefnislosunar án losunar frá virkjunum sést að helmingurinn kemur frá úrgangi og hinn frá samgöngum. Samningarnir tóna því vel við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar og gildandi aðalskipulag. Samkvæmt því er nú stefnt að því að að draga úr bílaumferð í Reykjavík úr 76% niður í 58% fyrir 2030 og auka á sama tíma hlutdeild annarra ferðamáta. Vonandi verður þessi ákvörðun til þess að fleiri sveitarfélög og fyrirtæki ákveði að stíga sambærileg skref. Allir munu græða á því.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun