Erlent

Trump sagður hafa greint utanríkisráðherra Rússlands frá trúnaðarupplýsingum

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa greint Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, frál trúnaðarupplýsingum er varða Íslamska ríkið á fundi þeirra í Hvíta húsinu í síðustu viku.

Samkvæmt frétt BBC um málið eiga upplýsingarnar sem um ræðir að hafa komið frá samstarfsaðila bandarískra yfirvalda en Trump á ekki að haft leyfi til þess að deila upplýsingunum með Lavrov.

Dina Powell, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur tekið fyrir það að um upplýsingaleka sé að ræða.

„Þessar sögusagnir eru rangar. Forsetinn ræddi einungis um þær sameiginlegu ógnir sem steðja að löndunum.“

Fundurinn þeirra Trump og Lavrov fór fram daginn eftir að Trump tilkynnti um brottrekstur forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, en sá fór einmitt fyrir rannsókn yfirvalda á meintum afskiptum Rússa á forsetakosningarnar sem fram fóru í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Þykir brottreksturinn afar umdeildur.

Bæði Trump og rússnesk yfirvöld hafa frá upphafi alfarið hafnað slíkum ásökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×