Krónan, ferðamenn og dýrtíðin Þröstur Ólafsson skrifar 19. maí 2017 07:00 Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hérlendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr. Ísland er ekki bara „stórasta land í heimi“ , heldur eitt það dýrasta. Framfærslukostnaður hér er hár, ekki bara fyrir útlendinga, heldur einnig fyrir venjulegt fólk, sem lifa þarf af þokkalegum launum. Um vanda þess er minna talað, en meira um erlenda ferðamenn sem hætta við ferðir hingað. Það ætti að vera meginmarkmið íslenskra stjórnmála að vinna almenningi það gagn, að hann geti framfleytt fjölskyldu sinni skammlaust. Eitt af því er að búa við sterka og stöðuga krónu. Þannig verður framfærsla íslensks almennings léttari. Á meðan íslenskir framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu lækka ekki verð sitt vegna styrkingar krónunnar, þá verður fylgifiskurinn sá, að það verður dýrara fyrir erlenda ferðamenn að dvelja hér. Því miður höfum við séð það gagnstæða; verð á innlendri þjónustu til erlendra ferðamanna hefur hækkað samfara styrkingu krónunnar, svo ekki sé minnst á þá fádæma ósvífni að bjóða tvöfalt verð, annars vegar til Íslendinga hins vegar til útlendinga. Þeir alþingismenn sem biðja um veikari krónu og óbreyttan vask, ættu þess í stað að einbeita sér að því að knýja á um að þjónustuaðilar – líka á landsbyggðinni – lækki verð sitt. Aðhald af sterkum gjaldmiðli Þótt myndarlegur fjöldi erlendra ferðamanna sé keppikefli, og hafi reist efnahag landsins við, er staðreyndin samt sú að skyndileg innkoma þeirra í íslenskt atvinnulíf hefur valdið ójafnvægi. Þar sem of margir frambjóðendur vöru og þjónustu hafa nýtt sér sterklega aukna eftirspurn til verðhækkana, hefur það einnig bitnað á íslenskum almenningi. Íslenskir stjórnmálamenn eru einkar lagnir við að leysa afmörkuð verkefni, en eru klaufar þegar stóra samhengið blasir við. Þá kikna margir þeirra undan sérhagsmunum hjá atkvæðisþungum kjósendum. Í umræðum um þessi mál heyrast stundum þau rök frá aðilum í ferðaþjónustu að launahækkanir hafi neytt þá til að hækka verðið. Sterkt gengi veitir þá hollt aðhald, léttir á umfram eftirspurn og neyðir til hagræðingar. Þótt sá sem þetta ritar telji óraunhæft og skaðlegt fyrir íslenskt efnahagslíf og almenning að búa til lengdar við örmyntina íslensku krónuna, þá blasir sú staðreynd við, að ekki er í bráð pólitískur vilji til að gera þar á neinar breytingar.Krónan mun sveiflast og ekki endilega alltaf í takt við almannaheill. Sterkur gjaldmiðill er besta ráðið gegn óarðbærum fyrirtækjum og greinum, sem ekki geta borgað lífvænleg laun.Hann er sá agi sem dugar, nema enn verði gripið til einhvers konar niðurgreiðslna. Þar skarar landbúnaðurinn fram úr öðrum óarðbærum atvinnugreinum. Það innra ójafnvægi sem hann skapar, veikir grunn krónunnar til að gagnast sem alvöru gjaldmiðill. Örmyntir þurfa heilsteyptan bakgrunn. Tekjuþörf ríkissjóð Mishár virðisaukaskattur og undanþágur hafa löngum viðgengist. Landbúnaðarvörur, sum menningarstarfsemi og ferðaþjónustan hafa notið slíkra vildarkjara frá skattalögum. Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins. Fátt bendir til annars en áframhaldandi velgengni þar á bæ og því óþarfi að óttast mikla fækkun fyrirtækja. Það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að niðurgreiða þess starfsemi lengur. Þegar þar við bætist að tekjuþröng ríkissjóðs er öllum ljós og þörfin á auknum framlögum um allt samneyslukerfið er æpandi. Náttúruperlurnar, mjólkurkýr ferðamennskunnar drabbast niður. Stærsta atvinnugrein landsmanna má ekki skorast undan. Hærri ríkistekna er þörf. Í morgunbænakveri flestra hægri flokka stendur að opinberi geirinn megi ekki vera stór. Gott og vel. Fræðilegar athuganir sýna þó, að það er ekki endilega stærð opinbera geirans í hagkerfinu sem er vandamál, heldur opinber skuldasöfnun og langvarandi halli á ríkissjóði. Mörg þeirra ríkja sem hvað hæst hafa hlutfall opinberrar þjónustu eru jafnframt þau efnahagslega öflugustu. Við byggjum aldrei upp sterkt og réttsýnt samfélag nema því fylgi öflugt, samkeppnishæft atvinnu- og menningarlíf og myndarleg samneysla með sterkan, stöðugan gjaldmiðil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þröstur Ólafsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Fyrir fáum dögum birtist frétt sem greindi frá því að þýskar ferðaskrifstofur hefðu afturkallað pantanir í orlofsferðir hingað til lands. Uppgefin ástæða var hve dýrt væri að dvelja hérlendis eftir að gengi krónunnar styrktist. Það kemur engum á óvart sem hér býr. Ísland er ekki bara „stórasta land í heimi“ , heldur eitt það dýrasta. Framfærslukostnaður hér er hár, ekki bara fyrir útlendinga, heldur einnig fyrir venjulegt fólk, sem lifa þarf af þokkalegum launum. Um vanda þess er minna talað, en meira um erlenda ferðamenn sem hætta við ferðir hingað. Það ætti að vera meginmarkmið íslenskra stjórnmála að vinna almenningi það gagn, að hann geti framfleytt fjölskyldu sinni skammlaust. Eitt af því er að búa við sterka og stöðuga krónu. Þannig verður framfærsla íslensks almennings léttari. Á meðan íslenskir framleiðendur og seljendur vöru og þjónustu lækka ekki verð sitt vegna styrkingar krónunnar, þá verður fylgifiskurinn sá, að það verður dýrara fyrir erlenda ferðamenn að dvelja hér. Því miður höfum við séð það gagnstæða; verð á innlendri þjónustu til erlendra ferðamanna hefur hækkað samfara styrkingu krónunnar, svo ekki sé minnst á þá fádæma ósvífni að bjóða tvöfalt verð, annars vegar til Íslendinga hins vegar til útlendinga. Þeir alþingismenn sem biðja um veikari krónu og óbreyttan vask, ættu þess í stað að einbeita sér að því að knýja á um að þjónustuaðilar – líka á landsbyggðinni – lækki verð sitt. Aðhald af sterkum gjaldmiðli Þótt myndarlegur fjöldi erlendra ferðamanna sé keppikefli, og hafi reist efnahag landsins við, er staðreyndin samt sú að skyndileg innkoma þeirra í íslenskt atvinnulíf hefur valdið ójafnvægi. Þar sem of margir frambjóðendur vöru og þjónustu hafa nýtt sér sterklega aukna eftirspurn til verðhækkana, hefur það einnig bitnað á íslenskum almenningi. Íslenskir stjórnmálamenn eru einkar lagnir við að leysa afmörkuð verkefni, en eru klaufar þegar stóra samhengið blasir við. Þá kikna margir þeirra undan sérhagsmunum hjá atkvæðisþungum kjósendum. Í umræðum um þessi mál heyrast stundum þau rök frá aðilum í ferðaþjónustu að launahækkanir hafi neytt þá til að hækka verðið. Sterkt gengi veitir þá hollt aðhald, léttir á umfram eftirspurn og neyðir til hagræðingar. Þótt sá sem þetta ritar telji óraunhæft og skaðlegt fyrir íslenskt efnahagslíf og almenning að búa til lengdar við örmyntina íslensku krónuna, þá blasir sú staðreynd við, að ekki er í bráð pólitískur vilji til að gera þar á neinar breytingar.Krónan mun sveiflast og ekki endilega alltaf í takt við almannaheill. Sterkur gjaldmiðill er besta ráðið gegn óarðbærum fyrirtækjum og greinum, sem ekki geta borgað lífvænleg laun.Hann er sá agi sem dugar, nema enn verði gripið til einhvers konar niðurgreiðslna. Þar skarar landbúnaðurinn fram úr öðrum óarðbærum atvinnugreinum. Það innra ójafnvægi sem hann skapar, veikir grunn krónunnar til að gagnast sem alvöru gjaldmiðill. Örmyntir þurfa heilsteyptan bakgrunn. Tekjuþörf ríkissjóð Mishár virðisaukaskattur og undanþágur hafa löngum viðgengist. Landbúnaðarvörur, sum menningarstarfsemi og ferðaþjónustan hafa notið slíkra vildarkjara frá skattalögum. Ferðaþjónustan er orðin stærsti atvinnuvegur landsins. Fátt bendir til annars en áframhaldandi velgengni þar á bæ og því óþarfi að óttast mikla fækkun fyrirtækja. Það er hvorki sanngjarnt né eðlilegt að niðurgreiða þess starfsemi lengur. Þegar þar við bætist að tekjuþröng ríkissjóðs er öllum ljós og þörfin á auknum framlögum um allt samneyslukerfið er æpandi. Náttúruperlurnar, mjólkurkýr ferðamennskunnar drabbast niður. Stærsta atvinnugrein landsmanna má ekki skorast undan. Hærri ríkistekna er þörf. Í morgunbænakveri flestra hægri flokka stendur að opinberi geirinn megi ekki vera stór. Gott og vel. Fræðilegar athuganir sýna þó, að það er ekki endilega stærð opinbera geirans í hagkerfinu sem er vandamál, heldur opinber skuldasöfnun og langvarandi halli á ríkissjóði. Mörg þeirra ríkja sem hvað hæst hafa hlutfall opinberrar þjónustu eru jafnframt þau efnahagslega öflugustu. Við byggjum aldrei upp sterkt og réttsýnt samfélag nema því fylgi öflugt, samkeppnishæft atvinnu- og menningarlíf og myndarleg samneysla með sterkan, stöðugan gjaldmiðil.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar