Gagngerar endurbætur á stærsta sal Smárabíós Birgir Olgeirsson skrifar 19. maí 2017 12:47 Smárabíó er í Smáralind í Kópavogi. Vísir/Albert Smárabíó mun í júní verða eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu, þegar stærsti salurinn verður opnaður eftir gagngerar endurbætur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Smárabíói en salurinn, sem fær heitið S-MAX, verður þá útbúinn Flagship Laser 4K sýningartækni auk Dolby Atmos, nýjustu útgáfu hljóðkerfis. Auk þess verður sýningarbúnaður í hinum sölunum uppfærður í Laser. Smárabíó verður þannig útbúið nýjustu tækni fyrir sjón og heyrn sem í boði er í heiminum og eina kvikmyndahúsið hérlendis sem notar Laser í öllum sölum. Í tilkynningunni kemur fram að 68 bíó í heiminum bjóði upp á þessa tækni. Þá bjóða innan við fimm prósent evrópskra kvikmyndahúsa upp á Flagship Laser. „Með því að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á Laser sýningartækni í öllum sölum tryggjum við að allir gestir Smárabíós, sama í hvaða sal þeir sitja, fái bestu gæði á Íslandi. Við völdum nýja salnum heitið S-MAX sem stendur einfaldlega fyrir fullkomnustu tækni sem völ er á og þar munum við í framtíðinni aðeins bjóða upp á það besta þegar kemur að tækni og upplifun. Þar verður sætarýmið líka aukið þannig að hver gestur fái meira pláss en áður og njótið þess þannig enn betur að horfa á frábærar myndir í fullkomnasta bíói í heimi,” segir Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu, eiganda Smárabíós, í tilkynningu um málið. Framundan er því síðasta sýningarhelgi í Sal 1 í Smárabíói. Þegar sýningum lýkur á sunnudagskvöld hefjast iðnaðarmenn handa við að rífa allt út úr salnum áður en hann verður opnaður sem S-MAX í fyrri hluta júnímánaðar. Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Smárabíó mun í júní verða eitt af bestu bíóum í heimi og það eina sinnar tegundar á landinu, þegar stærsti salurinn verður opnaður eftir gagngerar endurbætur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Smárabíói en salurinn, sem fær heitið S-MAX, verður þá útbúinn Flagship Laser 4K sýningartækni auk Dolby Atmos, nýjustu útgáfu hljóðkerfis. Auk þess verður sýningarbúnaður í hinum sölunum uppfærður í Laser. Smárabíó verður þannig útbúið nýjustu tækni fyrir sjón og heyrn sem í boði er í heiminum og eina kvikmyndahúsið hérlendis sem notar Laser í öllum sölum. Í tilkynningunni kemur fram að 68 bíó í heiminum bjóði upp á þessa tækni. Þá bjóða innan við fimm prósent evrópskra kvikmyndahúsa upp á Flagship Laser. „Með því að ganga skrefinu lengra og bjóða upp á Laser sýningartækni í öllum sölum tryggjum við að allir gestir Smárabíós, sama í hvaða sal þeir sitja, fái bestu gæði á Íslandi. Við völdum nýja salnum heitið S-MAX sem stendur einfaldlega fyrir fullkomnustu tækni sem völ er á og þar munum við í framtíðinni aðeins bjóða upp á það besta þegar kemur að tækni og upplifun. Þar verður sætarýmið líka aukið þannig að hver gestur fái meira pláss en áður og njótið þess þannig enn betur að horfa á frábærar myndir í fullkomnasta bíói í heimi,” segir Jón Diðrik Jónsson, framkvæmdastjóri Senu, eiganda Smárabíós, í tilkynningu um málið. Framundan er því síðasta sýningarhelgi í Sal 1 í Smárabíói. Þegar sýningum lýkur á sunnudagskvöld hefjast iðnaðarmenn handa við að rífa allt út úr salnum áður en hann verður opnaður sem S-MAX í fyrri hluta júnímánaðar.
Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira