Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Víkingur R. 1-2 | Víkingur sótti sigur í Vesturbæinn Smári Jökull Jónsson á Alvogen-vellinum skrifar 1. maí 2017 22:30 KR-ingurinn Tobias Thomsen umkringdur Víkingum. Vísir/Stefán Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. KR byrjaði mun betur og strax á 9.mínútu skoraði Tobias Thomsen eftir góða sendingu frá landa sínum Morten Beck. Eftir markið voru það gestirnir sem voru sterkari og hefðu getað jafnað fyrir hlé. Þeir fengu færi og það besta fékk Arnþór Ingi Kristinsson en Stefán Logi Magnússon í marki KR varði vel. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á 60.mínútu jafnaði Dofri Snorrason eftir góða sendingu frá Ívari Erni Jónssyni. Gestirnir notuðu síðan svo til sömu uppskrift þegar þeir komust í 2-1 á 72.mínútu. Þá fóru þeir upp hægra megin og Vladimir Tufegdzig sendi boltann fyrir á Geoffrey Castillion sem skoraði af markteig. Það sem eftir var sóttu KR-ingar meira en náðu aldrei að ógna marki Víkinga að ráði.Af hverju vann Víkingur?Þeir voru einfaldlega beittari í sínum sóknaraðgerðum og lokuðu svo vel á leikmenn KR í sínum aðgerðum. Eftir að Óskar Örn Hauksson hafði átt ágæta spretti í byrjun leiks náðu varnar- og miðjumenn Víkinga algjörlega að spila hann út úr leiknum og Milos þjálfari Víkinga talaði um það eftir leik að þeir hefðu lagt sérstaka áherslu á að stoppa Óskar Örn. Sóknarlega þurfa KR-ingar að skoða sinn leik því þeir náðu lítið að ógna marki Víkinga í síðari hálfleiknum og var sérstakt að sjá hvernig leikur heimamanna koðnaði niður fljótlega eftir að þeir komust yfir.Hverjir stóðu uppúr? Hjá Víkingum var Ívar Örn Jónsson öflugur vinstra megin og átti ófáa sprettina upp kantinn. Hann lagði upp markið fyrir Dofra og átti góðan leik fyrir gestina. Geoffrey Castillion sýndi ekki mikið framan af leik en vann sig ágætlega inn í spilið og skoraði gott sigurmark í síðari hálfleik. Miðverðir Víkinga, þeir Halldór Smári Sigurðsson og Alan Lowing, áttu sömuleiðis fínan leik sem og Dofri Snorrason sem skoraði jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? KR-ingum gekk bölvanlega að skapa sér einhver færi að ráði eftir að þeir skoruðu mark sitt í upphafi. Sóknarleikur þeirra gekk mikið út á það að finna Óskar Örn Hauksson og virtist lítið gerast nema hann fengi boltann. Víkingum tókst hins vegar að loka mjög vel á hann. Í fyrri hálfleiknum gekk mönnum frekar illa að hafa hemil á tæklingunum og fóru fimm gul spjöld á loft á fyrstu 45 mínútunum. Þau hefðu getað orðið fleiri í þeim síðari og var Skúli Jón Friðgeirsson til dæmis heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald seint í leiknum þegar hann braut á leikmanni Víkinga í skyndisókn.Hvað gerist næst? KR heldur næst til Ólafsvíkur og mætir hinu Víkingsliðinu í deildinni. Þar verða þeir að sækja sigur því annars fer að fara um menn í Vesturbænum. Víkingar fá heimaleik í næstu umferð gegn Grindavík sem gerði jafntefli við Stjörnuna í kvöld. Milos þjálfari vildi halda sínum mönnum á jörðinni eftir leikinn í kvöld því hann talaði um að leikurinn gegn nýliðunum af Suðurnesjunum yrði ekkert auðveldari en sá gegn KR.Einkunnir leikmanna: KR (3-4-3) Stefán Logi Magnússon 6 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5, Skúli Jón Friðgeirsson 4, Gunnar Þór Gunnarsson 4 - Morten Beck 6, Pálmi Rafn Pálmson 4, Finnur Orri Margeirsson 5, Ástbjörn Þórðarson 3 - Óskar Örn Hauksson 5, Tobias Thomsen 6, Kennie Chopart 5. Víkingur (4-3-3) Róbert Örn Óskarsson 6 - Dofri Snorrason 6, Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 7, Ívar Örn Jónsson 7 (maður leiksins) - Arnþór Ingi Kristinsson 5, Milos Ozegovic 5, Alex Freyr Hilmarsson 6 - Vladimir Tufegdzig 6, Geoffrey Castillion 7, Ragnar Bragi Sveinsson 5. Milos: Finnst þetta sanngjarn sigurMilos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínútur fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Willum Þór: Náðum ekki að brjóta þá niðurWillum Þór Þórsson þjálfari KR sagði liðið aldrei hafa náð takti eftir að Víkingar jöfnuðu og komust yfir á KR-vellinum í kvöld og sagði að gestirnir væru vel að sigrinum komnir. „Það er auðvitað sárt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við byrja leikinn sterkt, náðum góðu marki og vorum með undirtökin. Við héldum þannig út fyrri hálfleikinn og það hefði verið gott að ná 2-0 forystu sem við höfðum alveg efni til,“ sagði Willum Þór þegar Vísir hitti hann eftir leik. „Mér fannst við byrja seinni hálfleik ágætlega og þeir komu framar þar sem komu tækifæri til að bæta við marki og við vorum tvisvar mjög nærri því en vorum of ákafir og spiluðum okkur rangstæða. Við missum síðan einbeitingu eftir aukaspyrnu þar sem við erum of seinir að bregðast við. Mér fannst við detta úr stuði og tapa einbeitingunni í staðinn fyrir að koma til baka.“ Þeir komast í 2-1 og þá eru Víkingarnir afar sterkir, það hentar þeim vel að liggja til baka með fljóta framherja. Þeir nýttu sína stöðu mjög vel og við náðum aldrei að ógna þeim og þeir eru þar af leiðandi vel að sigrinum komnir,“ bætti Willum Þór við. Eftir að Víkingar komust yfir náðu KR-ingar aldrei að ógna marki gestanna að ráði og komust lítið áleiðis gegn vel skipulögðu liði gestanna. „Þetta er þeirra leikur. Þeir pökkuðu til baka og við þurftum að fara hratt í háum boltum inn á teiginn og svo fengu þeir pláss til að vinna í og gerðu það virkilega vel. Við náðum aldrei takti eða tökum á leiknum og þeir lokuðu vel á vængmennina okkar. Við náðum ekki að brjóta þá niður.“ Fyrirliði KR, Indriði Sigurðsson, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld vegna meiðsla og þá fór Kennie Chopart af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Willum sagðist ekki vita hvort þeir yrðu klárir í næsta leik. „Ég bara vona það. Þeir hafa verið lykilmenn í okkar liði en ég hafði fulla trú á að við myndum hrista það af okkur, að breiddin væri nægjanleg. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir að bregðast við því,“ sagði Willum Þór að lokum. Dofri: Þeir náðu ekkert að opna okkurDofri Snorrason skoraði jöfnunarmark Víkinga gegn KR í kvöld og hann var vitaskuld afar ánægður í leikslok þegar Vísir ræddi við hann. „Sterkt að byrja á sigri hér, alveg ótrúlega sterkt. Við vorum að spila á móti einu sterkasta liði landsins og gaman fyrir mig að skora. Sérstaklega þar sem það hjálpaði liðinu,“ sagði markaskorarinn Dofri Snorrason við Vísi eftir leik en hann lék með KR um árabil og var því að skora á móti sínu gamla félagi. KR byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 9.mínútu. Víkingar unnu sig inn í leikinn eftir það. „Við vorum 10 mínútur að ná skrekknum úr okkur og eftir það náum við að vinna okkur inn í leikinn og á ákveðnum tímapunkti fannst mér við vera yfirburðalið á vellinum. Við náum einhvern veginn tökum á leiknum sem verða meiri og meiri þar til við komumst yfir. Þá verðum við varkárir en að sama skapi ná þeir ekkert að opna okkur.“ „Við lögðum leikinn vel upp og vissum hvaða stöður þeir vildu komast í. Þeirra lykilmenn náðu aldrei að komast í sínar uppáhalds stöður. Þeir eru með eina bestu framlínu landsins og náðu sér aldrei að komast í sínar stöður og það er meira okkar varnarleik að þakka en þeirra frammistöðu,“ bætti Dofri við. Víkingum var spáð 8.sætinu fyrir mótið í hinni árlegu Pepsispá en Dofri sagði markmiðið vera sett ofar en það. „Við erum klárlega með hærri markmið en skiljum ykkar afstöðu því það eru óþekktar stærðir í liðinu. En við setjum markið hærra,“ sagði Dofri að lokum.KR-ingar sækja að marki Víkinga í leiknum í kvöldVísir/StefánÚr leiknum í kvöldVísir/StefánVíkingar höfðu góðar gætur á Óskari Erni Haukssyni leikmanni KR í leiknum í kvöld.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild karla
Víkingar unnu sætan sigur á KR í 1.umferð Pepsi-deildar karla í Vesturbænum í kvöld. KR komst yfir í fyrri hálfleik en gestirnir svöruðu með tveimur mörkum í þeim síðari. KR byrjaði mun betur og strax á 9.mínútu skoraði Tobias Thomsen eftir góða sendingu frá landa sínum Morten Beck. Eftir markið voru það gestirnir sem voru sterkari og hefðu getað jafnað fyrir hlé. Þeir fengu færi og það besta fékk Arnþór Ingi Kristinsson en Stefán Logi Magnússon í marki KR varði vel. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en á 60.mínútu jafnaði Dofri Snorrason eftir góða sendingu frá Ívari Erni Jónssyni. Gestirnir notuðu síðan svo til sömu uppskrift þegar þeir komust í 2-1 á 72.mínútu. Þá fóru þeir upp hægra megin og Vladimir Tufegdzig sendi boltann fyrir á Geoffrey Castillion sem skoraði af markteig. Það sem eftir var sóttu KR-ingar meira en náðu aldrei að ógna marki Víkinga að ráði.Af hverju vann Víkingur?Þeir voru einfaldlega beittari í sínum sóknaraðgerðum og lokuðu svo vel á leikmenn KR í sínum aðgerðum. Eftir að Óskar Örn Hauksson hafði átt ágæta spretti í byrjun leiks náðu varnar- og miðjumenn Víkinga algjörlega að spila hann út úr leiknum og Milos þjálfari Víkinga talaði um það eftir leik að þeir hefðu lagt sérstaka áherslu á að stoppa Óskar Örn. Sóknarlega þurfa KR-ingar að skoða sinn leik því þeir náðu lítið að ógna marki Víkinga í síðari hálfleiknum og var sérstakt að sjá hvernig leikur heimamanna koðnaði niður fljótlega eftir að þeir komust yfir.Hverjir stóðu uppúr? Hjá Víkingum var Ívar Örn Jónsson öflugur vinstra megin og átti ófáa sprettina upp kantinn. Hann lagði upp markið fyrir Dofra og átti góðan leik fyrir gestina. Geoffrey Castillion sýndi ekki mikið framan af leik en vann sig ágætlega inn í spilið og skoraði gott sigurmark í síðari hálfleik. Miðverðir Víkinga, þeir Halldór Smári Sigurðsson og Alan Lowing, áttu sömuleiðis fínan leik sem og Dofri Snorrason sem skoraði jöfnunarmarkið.Hvað gekk illa? KR-ingum gekk bölvanlega að skapa sér einhver færi að ráði eftir að þeir skoruðu mark sitt í upphafi. Sóknarleikur þeirra gekk mikið út á það að finna Óskar Örn Hauksson og virtist lítið gerast nema hann fengi boltann. Víkingum tókst hins vegar að loka mjög vel á hann. Í fyrri hálfleiknum gekk mönnum frekar illa að hafa hemil á tæklingunum og fóru fimm gul spjöld á loft á fyrstu 45 mínútunum. Þau hefðu getað orðið fleiri í þeim síðari og var Skúli Jón Friðgeirsson til dæmis heppinn að fá ekki sitt annað gula spjald seint í leiknum þegar hann braut á leikmanni Víkinga í skyndisókn.Hvað gerist næst? KR heldur næst til Ólafsvíkur og mætir hinu Víkingsliðinu í deildinni. Þar verða þeir að sækja sigur því annars fer að fara um menn í Vesturbænum. Víkingar fá heimaleik í næstu umferð gegn Grindavík sem gerði jafntefli við Stjörnuna í kvöld. Milos þjálfari vildi halda sínum mönnum á jörðinni eftir leikinn í kvöld því hann talaði um að leikurinn gegn nýliðunum af Suðurnesjunum yrði ekkert auðveldari en sá gegn KR.Einkunnir leikmanna: KR (3-4-3) Stefán Logi Magnússon 6 - Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5, Skúli Jón Friðgeirsson 4, Gunnar Þór Gunnarsson 4 - Morten Beck 6, Pálmi Rafn Pálmson 4, Finnur Orri Margeirsson 5, Ástbjörn Þórðarson 3 - Óskar Örn Hauksson 5, Tobias Thomsen 6, Kennie Chopart 5. Víkingur (4-3-3) Róbert Örn Óskarsson 6 - Dofri Snorrason 6, Alan Lowing 6, Halldór Smári Sigurðsson 7, Ívar Örn Jónsson 7 (maður leiksins) - Arnþór Ingi Kristinsson 5, Milos Ozegovic 5, Alex Freyr Hilmarsson 6 - Vladimir Tufegdzig 6, Geoffrey Castillion 7, Ragnar Bragi Sveinsson 5. Milos: Finnst þetta sanngjarn sigurMilos Milojevic þjálfari Víkinga var hæstánægður með sigur sinna manna á KR-vellinum. Hann talaði um það fyrir leik að það væri frábært að hefja mótið gegn KR. „Ég vissi af hverju ég var að segja þetta. Það þarf ekki að mótivera leikmenn fyrir leik á móti KR og FH, þeir gíra sig sjálfir upp. Það var í raun okkur að falli í upphafi því við vorum of spenntir. Eftir að þeir skora mark þá jöfnum við okkur og byrjum að spila,“ sagði Milos í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. „Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef við hefðum jafnað fyrir hálfleik en það kom á réttum tíma í þeim síðari. Síðustu 30 mínútur fannst mér við spila virkilega vel og eins og ég vil sjá okkur spila,“ bætti Milos við en KR ógnaði marki Víkinga lítið eftir að þeir komust yfir. KR byrjaði þó leikinn betur og komust yfir strax á 9.mínútu. Þá tóku Víkingar sig hins vegar á og hefðu vel getað jafnað fyrir hlé. „Við vorum aðeins of feimnir í byrjun og sýndum þeim of mikla virðingu. Þeir eru með mjög gott og skipulagt lið og þegar leikurinn byrjar þá þarftu að vera hugrakkur og hafa trú á því sem þú gerir. Ég bað menn um það í hálfleik og mínir gerðu það frábærlega. Þetta var erfiður leikur og á einhverjum tímapunkti gat sigurinn lent hvoru megin sem var en mér fannst þetta sanngjarn sigur.“ Varnarlega voru Víkingar öflugir og virtust leggja mikla áherslu á að stoppa Óskar Örn Hauksson sem var frábær á undirbúningstímabilinu. „Það eru engin geimvísindi að þeirra besti maður er Óskar Örn. Ég hef hælt honum mikið og hann skorar alltaf á móti okkur. Við unnum virklega vel í kringum hann, hann átti nokkra spretti en átti ekki sinn besta leik.“ „Við missum okkur ekkert yfir þessum þremur stigum. Þetta var eitt af tuttugu og tveimur erfiðum verkefnum í sumar og þetta verður ekkert léttara gegn Grindavík, ég lofa því.“ Nýr framherji Víkinga, Geoffrey Castillion, skoraði í sínum fyrsta mótsleik en Víkingar ætluðu að styrkja liðið enn frekar fyrir tímabilið og misstu af einum leikmanni á síðustu stundu eins og frægt var. „Það hljóp maður frá okkur eins og frægt er. Við erum að skoða hvað er í boði en mér finnst hópurinn og leikmenn vera búnir að vinna sér einhverja stöðu í liðinu. Einn aukamaður myndi kannski auka breiddina og það er ekkert leyndarmál að við erum með litla breidd fram á við. Við erum ekkert stressaðir, ef það kemur enginn núna þá gerist það kannski í júlí,“ sagði Milos Milojevic þjálfari Víkinga að lokum. Willum Þór: Náðum ekki að brjóta þá niðurWillum Þór Þórsson þjálfari KR sagði liðið aldrei hafa náð takti eftir að Víkingar jöfnuðu og komust yfir á KR-vellinum í kvöld og sagði að gestirnir væru vel að sigrinum komnir. „Það er auðvitað sárt að tapa hér í kvöld. Mér fannst við byrja leikinn sterkt, náðum góðu marki og vorum með undirtökin. Við héldum þannig út fyrri hálfleikinn og það hefði verið gott að ná 2-0 forystu sem við höfðum alveg efni til,“ sagði Willum Þór þegar Vísir hitti hann eftir leik. „Mér fannst við byrja seinni hálfleik ágætlega og þeir komu framar þar sem komu tækifæri til að bæta við marki og við vorum tvisvar mjög nærri því en vorum of ákafir og spiluðum okkur rangstæða. Við missum síðan einbeitingu eftir aukaspyrnu þar sem við erum of seinir að bregðast við. Mér fannst við detta úr stuði og tapa einbeitingunni í staðinn fyrir að koma til baka.“ Þeir komast í 2-1 og þá eru Víkingarnir afar sterkir, það hentar þeim vel að liggja til baka með fljóta framherja. Þeir nýttu sína stöðu mjög vel og við náðum aldrei að ógna þeim og þeir eru þar af leiðandi vel að sigrinum komnir,“ bætti Willum Þór við. Eftir að Víkingar komust yfir náðu KR-ingar aldrei að ógna marki gestanna að ráði og komust lítið áleiðis gegn vel skipulögðu liði gestanna. „Þetta er þeirra leikur. Þeir pökkuðu til baka og við þurftum að fara hratt í háum boltum inn á teiginn og svo fengu þeir pláss til að vinna í og gerðu það virkilega vel. Við náðum aldrei takti eða tökum á leiknum og þeir lokuðu vel á vængmennina okkar. Við náðum ekki að brjóta þá niður.“ Fyrirliði KR, Indriði Sigurðsson, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld vegna meiðsla og þá fór Kennie Chopart af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Willum sagðist ekki vita hvort þeir yrðu klárir í næsta leik. „Ég bara vona það. Þeir hafa verið lykilmenn í okkar liði en ég hafði fulla trú á að við myndum hrista það af okkur, að breiddin væri nægjanleg. Mér fannst við ekki alveg tilbúnir að bregðast við því,“ sagði Willum Þór að lokum. Dofri: Þeir náðu ekkert að opna okkurDofri Snorrason skoraði jöfnunarmark Víkinga gegn KR í kvöld og hann var vitaskuld afar ánægður í leikslok þegar Vísir ræddi við hann. „Sterkt að byrja á sigri hér, alveg ótrúlega sterkt. Við vorum að spila á móti einu sterkasta liði landsins og gaman fyrir mig að skora. Sérstaklega þar sem það hjálpaði liðinu,“ sagði markaskorarinn Dofri Snorrason við Vísi eftir leik en hann lék með KR um árabil og var því að skora á móti sínu gamla félagi. KR byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 9.mínútu. Víkingar unnu sig inn í leikinn eftir það. „Við vorum 10 mínútur að ná skrekknum úr okkur og eftir það náum við að vinna okkur inn í leikinn og á ákveðnum tímapunkti fannst mér við vera yfirburðalið á vellinum. Við náum einhvern veginn tökum á leiknum sem verða meiri og meiri þar til við komumst yfir. Þá verðum við varkárir en að sama skapi ná þeir ekkert að opna okkur.“ „Við lögðum leikinn vel upp og vissum hvaða stöður þeir vildu komast í. Þeirra lykilmenn náðu aldrei að komast í sínar uppáhalds stöður. Þeir eru með eina bestu framlínu landsins og náðu sér aldrei að komast í sínar stöður og það er meira okkar varnarleik að þakka en þeirra frammistöðu,“ bætti Dofri við. Víkingum var spáð 8.sætinu fyrir mótið í hinni árlegu Pepsispá en Dofri sagði markmiðið vera sett ofar en það. „Við erum klárlega með hærri markmið en skiljum ykkar afstöðu því það eru óþekktar stærðir í liðinu. En við setjum markið hærra,“ sagði Dofri að lokum.KR-ingar sækja að marki Víkinga í leiknum í kvöldVísir/StefánÚr leiknum í kvöldVísir/StefánVíkingar höfðu góðar gætur á Óskari Erni Haukssyni leikmanni KR í leiknum í kvöld.Vísir/Stefán