Þjónustumiðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi Kristín Einarsdóttir skrifar 9. maí 2017 12:39 Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mig langar til að tala um þjónustumiðstöðvar. Ég er öll sumur á ferðalagi með stóra hópa í stórum rútum vítt og breitt um Írland og ég þakka mínum sæla fyrir þjónustumiðstöðvar. Ég hreinlega elska þjónustumiðstöðvar við náttúruperlur og fyrirbæri. Ég ætla að segja ykkur af hverju:Giant's Causeway á Norður Írlandi. Basalt stuðlabergssúlur sem þúsundir ferðamanna skoða daglega. Þetta er þjónustumiðstöðin sem er í 20 min göngufjarlægð frá stuðlabergssúlunum. Eins og sjá má hefur arkitektinn tekið mið af hinum eiginlegu stuðlabersgssúlum.1. Írar eru snjallir og þeir að sjálfsögðu selja inn á sínar helstu ferðamannaperlur, þannig viðhalda þeir náttúrunni og umhverfinu og hafa um leið stjórn á öllum aðstæðum og átroðningi ferðamanna. 2. Þjónustumiðstöðvar halda utan um: Sómasamleg salerni, hópabókanir, kaffisölu og aðrar veitingar auk þess sem ávallt er fræðslusetur sem greinir frá náttúruundrinu og segir sögur af svæðinu í máli og myndum (oftar en ekki kvikmyndum lika). 3. Rútur eru alltaf vandamál. Við þjónustumiðstöðvarnar eru sérstök bílastæði fyrir rúturnar. 4. Írar hafa vit á því að hafa þessar þjónustumiðstöðvar töluvert langt frá sjálfu náttúruundrinu þannig að fólk er yfirleitt að ganga uþb 20 mín (og verður svangt) eða því er boðið upp á að taka rútu eða skutlu sem þjónustumiðstöðin er með. Þannig er það t.d. bæði við Brú na Boinne þjónustumiðstöðina sem heldur utan um bæði Knowth og Newgrange grafhýsin og einnig við Giant's Causeway á N-Írlandi.Cliffs of Moher þjónustumiðstöðin.Mig langar að bæta því við að það þarf að bóka inn á marga þessa staði með margra mánaða fyrirvara. Það kemur fyrir að ég fæ ekki tíma eða aðgang að náttúruperlunum, vegna þess að þá er stundum bara orðið fullt þann daginn. Það eru nefnilega fjöldatakmarkanir á flestum þessum stöðum. Þá er mér alltaf boðið að borga okkur inn með hópinn og skoða sýninguna sem er í þjónustumiðstöðinni. Þær eru veglegar og mjög sjónrænar.Newgrange í Boyne dalnum.Hinn almenni borgari sem kemur á sínum prívatbíl getur valið hvort hann fer í gegnum þjónustumiðstöðina og greiði þar með aðgang að þeirri þjónustu sem þar er boðið upp á, eða hvort að hann leggi á öðru bílastæði sem ekki er gjaldskylt og gangi í sveig framhjá þjónustumiðstöðinni. En það er bæði ljúft og skylt fyrir okkur ferðaskipuleggjendur sem erum með hópa að bóka fólk inn og greiða tilskilin gjöld, sem eru yfirleitt á bilinu 4-15 evrur.Þjónustumiðstöðin Brú na Boinne eins og hún kallast - allir gestir fara hér í gegn áður en þeir ganga í ca 10 min út hinu megin, fara upp í rútur sem ekur þeim að Newgrange eða Knowth. Sérstök tímaslott eru fyrir hvern hóp og þessu er öllu stýrt á þann hátt að ekki er hætta á að náttúruperlan verði fyrir hnjaski.Þessar þjónustumiðstöðvar eru þaulhugsaðar og hannaðar af arkitektum sem að sjálfsögðu taka mið af náttúrunni og líkindum við það sem skoða á. Ég hef tekið hér saman nokkar myndir af helstu þjónustumiðstöðum á Írlandi. Við eigum ekki að vera hrædd við að setja upp þjónustumiðstöðvar. Um hitt má svo deila hvort þessi við Seljalandsfoss er á réttum stað. Ég hef sjálf ekki neina sérstaka skoðun á því akkúrat núna. En það er alveg ljóst að slíkar miðstöðvar eru bráðnauðsynlegar á Íslandi og mín skoðun er að við eigum að sjálfsögðu að selja inn á okkar helstu ferðamannaperlur. Annað er fásinna.Varðandi fjármögnun þá er Fáilté Ireland (Ferðamálastofa Írlands) fjármagnað með ríkisfé. Fáilté Ireland er síðan í góðri samvinnu við OPW (Office of Public Works) sem rekur allar helstu þjónustumiðstöðvarnar og heldur utan um merkustu arfleifðir Írlands. Í ár setur Fáilé Ireland €11.5m í endurbætur og viðhald á þjónustumiðstöðvunum hringinn í kringum landið.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun