Gamla pólitíkin er ógeðsleg! Björn Leví Gunnarsson skrifar 9. maí 2017 13:05 Síðastliðinn föstudag var ég á nefndarfundi þar sem menntamálaráðherra kom til þess að útskýra fyrir nefndinni hvernig stæði á þessum fréttum um sameiningu fjölbrautaskólans við Ármúla við Tækniskólann. Sá fundur var mjög áhugaverður og komu margar merkilegar upplýsingar fram á þeim fundi. Áður en ég fjalla um það sem fór fram á þeim fundi er rétt að fara aðeins yfir það hvernig svona nefndarfundir virka, þessi fundur var nefnilega lokaður eins og flestir aðrir fundir. Það þýðir ekki að það ríki trúnaður um þær upplýsingar sem koma fram á fundinum nema sérstaklega sé beðið um slíkt og útskýrt undir hvaða skilyrðum slíkur trúnaður á við. Það ber að taka það fram að gestir báðu ekki um þagnarskyldu sem þýðir að ég get fjallað um þær upplýsingar sem þeir komu með til nefndarinnar en ekki vísað beint í orð þeirra. Einnig er mikilvægt að athuga að það getur vel verið að þessi aðgerð, sameining nákvæmlega þessara skóla, sé heillavænleg. Málið snýst hins vegar ekki um einkavæðingu nema að litlu leyti. Málið snýst aðallega um það hvort viðhöfð séu fagleg vinnubrögð. Ef þetta væri sameining tveggja opinberra háskóla þá myndi ég ekki skipta mér neitt sérstaklega af því vegna þess að það er engin stefnubreyting. Að sjálfsögðu þyrfti að fylgja sameiningunni eftir með mælingum á því hversu vel hafi heppnast til og þvíumlíkt en hvað FÁ og Tækniskólann varðar þá er þar eðlismunur á. Snúum okkur þá að því að greina frá þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og spurningum um hvort farið hafi verið faglega að verki. Fram kom á fundinum að engin útgefin stefna liggur fyrir til þess að vinna eftir. Það var minnst á “fjölbreytt rekstrarform” úr stjórnarsáttmálanum - manni er þá spurn hvernig það að setja bara fleiri og fleiri skóla undir tækniskólans geti flokkast sem “fjölbreytt”. Einnig var minnst á athugasemdir Ríkisendurskoðunar um að það þyrfti róttæka uppstokkun í framhaldsskólakerfinu til þess að mæta fækkun nemenda. Hér liggur hundurinn grafinn. Hérna er vandamál sem þarf klárlega að leysa. Aðalspurningin er þá, hvernig leysum við þetta vandamál? Markmið sameiningarinnar á að vera að styrkja starfs- og verkmenntanám vegna þess að nemum í því námi fækkar hraðar en nemum í bóknámi. Engar upplýsingar fengust um hvort og af hverju þessi sameining ætti að ná þeim markmiðum. Samkvæmt ráðherra þá var það að ákvörðun hans ósk að skólameistararnir skoðuðu möguleikann á að sameina skólana. Nefndin fékk engar upplýsingar um á hverju sú ákvörðun ráðherra var byggð né upplýsingar um það hvort fyrri sameiningar, til dæmis iðnskólans í Hafnarfirði við Tækniskólann, hafi náð markmiðum sínum eða ekki. Vinna við sameininguna hófst í febrúar. Það passar við það sem Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans segir í grein í Fréttablaðinu þann 6. maí. Þar liðu tveir mánuðir þar sem ráðherra hafði tíma til þess að upplýsa nefnd og þing um málið. Markmiðið var að upplýsa nefndina þegar búið væri að taka ákvörðun og að best væri að ná að taka þá ákvörðun nú í maí, fyrir næsta skólaár. Þegar spurt var hverjir vissu af þessum áformum þá fékk nefndin þær upplýsingar að ákveðnir ráðherrar hafi verið upplýstir og ríkisstjórnin. Þegar spurt var hvort einhverjar aðrar sameiningar væru í farvatninu fékk nefndin þær upplýsingar að viðræður væru í gangi á milli skóla á Norðurlandi. Það hefði verið farið í þær viðræður í fullri samvinnu skólanna og ráðuneytis þó af sameiningu geti orðið gegn vilja einstaka skóla. Engin önnur áform um sameiningar væru í gangi. Ýmsar aðrar upplýsingar komu fram á fundinum sem varða þetta mál ekki beint, til dæmis að það er fullt af plássi í framhaldsskólum fyrir nemendur sem eru 25 ára eða eldri. Upplýsingarnar sem nefndin fékk um þetta mál eru hins vegar mjög áhugaverðar og alvarlegar. Sú niðurstaða sem ég komst að eftir fundinn var að ráðherra byggði ákvörðun sína á að hefja sameiningarferli ekki á neinum gögnum, að valið á þessum tveimur skólum hafi ekki verið byggt á neinni greiningu, að það yrði líklega að sameiningunni, að það átti ekkert að upplýsa um sameininguna fyrr en ákvörðun hefði verið tekin og að ekki hefði verið stuðst við gögn um fyrri sameiningar (það var ekki einu sinni vitað hvort slík gögn væru til). Það er hægt að segja ýmislegt um einkavæðingu, kosti hennar og galla. Það má alveg endilega ræða um rekstur og hagræðingu. Það verður bara að gefast tækifæri til þess. Ef það á ekki að gefa tækifæri til umræðu fyrr en ákvörðun er tekin, um hvað mun þá umræðan snúast? Umræðan mun snúast um útilokun. Hvernig fjölmargir aðilar, sem geta hjálpað til við að vega og meta kosti þess og galla að af sameiningu verði eða ekki, eru útilokaðir frá því ferli sem leiðir til ákvarðanatöku. Á opnum fundi nefndarinnar í dag (þriðjudag) kom fram að sumir þingmenn meirihlutans hafi vitað af þessum áformum frá því í síðasta mánuði. Ef við spyrjum ekki um vinnubrögðin heldur bara almennt um vandamálið, eins og ráðherra sagðist frekar kjósa að umræðan hefði verið, þá fáum við ekki þessar upplýsingar. Þegar við komumst að því að það sé verið að vinna eitthvað í leynd þá verðum við að spyrja af hverju. Þetta var það sem ég lærði á fundinum. Ráðherra ræður og þarf ekki að segja neinum frá því hvað hann ætlar að gera né og þeir einu sem þurfa að samþykkja ákvörðun hans eru einhverjir aðrir ákveðnir ráðherrar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona var það með Iðnskólann í Hafnarfirði. Svona var það með Fiskistofu. Svona var það með Þjóðhagsstofnun. Sumar ákvarðanir ráðherra hafa svo sem verið góðar, aðrar slæmar. Þannig gengur það og gerist víst þegar um geðþóttaákvarðanir er að ræða, þegar markmið faglegs ferlis er að finna rök sem styðja við persónulegar skoðanir ráðherra. Þannig er gamla pólitíkin. Hún er ógeðsleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var ég á nefndarfundi þar sem menntamálaráðherra kom til þess að útskýra fyrir nefndinni hvernig stæði á þessum fréttum um sameiningu fjölbrautaskólans við Ármúla við Tækniskólann. Sá fundur var mjög áhugaverður og komu margar merkilegar upplýsingar fram á þeim fundi. Áður en ég fjalla um það sem fór fram á þeim fundi er rétt að fara aðeins yfir það hvernig svona nefndarfundir virka, þessi fundur var nefnilega lokaður eins og flestir aðrir fundir. Það þýðir ekki að það ríki trúnaður um þær upplýsingar sem koma fram á fundinum nema sérstaklega sé beðið um slíkt og útskýrt undir hvaða skilyrðum slíkur trúnaður á við. Það ber að taka það fram að gestir báðu ekki um þagnarskyldu sem þýðir að ég get fjallað um þær upplýsingar sem þeir komu með til nefndarinnar en ekki vísað beint í orð þeirra. Einnig er mikilvægt að athuga að það getur vel verið að þessi aðgerð, sameining nákvæmlega þessara skóla, sé heillavænleg. Málið snýst hins vegar ekki um einkavæðingu nema að litlu leyti. Málið snýst aðallega um það hvort viðhöfð séu fagleg vinnubrögð. Ef þetta væri sameining tveggja opinberra háskóla þá myndi ég ekki skipta mér neitt sérstaklega af því vegna þess að það er engin stefnubreyting. Að sjálfsögðu þyrfti að fylgja sameiningunni eftir með mælingum á því hversu vel hafi heppnast til og þvíumlíkt en hvað FÁ og Tækniskólann varðar þá er þar eðlismunur á. Snúum okkur þá að því að greina frá þeim upplýsingum sem fram komu á fundinum og spurningum um hvort farið hafi verið faglega að verki. Fram kom á fundinum að engin útgefin stefna liggur fyrir til þess að vinna eftir. Það var minnst á “fjölbreytt rekstrarform” úr stjórnarsáttmálanum - manni er þá spurn hvernig það að setja bara fleiri og fleiri skóla undir tækniskólans geti flokkast sem “fjölbreytt”. Einnig var minnst á athugasemdir Ríkisendurskoðunar um að það þyrfti róttæka uppstokkun í framhaldsskólakerfinu til þess að mæta fækkun nemenda. Hér liggur hundurinn grafinn. Hérna er vandamál sem þarf klárlega að leysa. Aðalspurningin er þá, hvernig leysum við þetta vandamál? Markmið sameiningarinnar á að vera að styrkja starfs- og verkmenntanám vegna þess að nemum í því námi fækkar hraðar en nemum í bóknámi. Engar upplýsingar fengust um hvort og af hverju þessi sameining ætti að ná þeim markmiðum. Samkvæmt ráðherra þá var það að ákvörðun hans ósk að skólameistararnir skoðuðu möguleikann á að sameina skólana. Nefndin fékk engar upplýsingar um á hverju sú ákvörðun ráðherra var byggð né upplýsingar um það hvort fyrri sameiningar, til dæmis iðnskólans í Hafnarfirði við Tækniskólann, hafi náð markmiðum sínum eða ekki. Vinna við sameininguna hófst í febrúar. Það passar við það sem Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans segir í grein í Fréttablaðinu þann 6. maí. Þar liðu tveir mánuðir þar sem ráðherra hafði tíma til þess að upplýsa nefnd og þing um málið. Markmiðið var að upplýsa nefndina þegar búið væri að taka ákvörðun og að best væri að ná að taka þá ákvörðun nú í maí, fyrir næsta skólaár. Þegar spurt var hverjir vissu af þessum áformum þá fékk nefndin þær upplýsingar að ákveðnir ráðherrar hafi verið upplýstir og ríkisstjórnin. Þegar spurt var hvort einhverjar aðrar sameiningar væru í farvatninu fékk nefndin þær upplýsingar að viðræður væru í gangi á milli skóla á Norðurlandi. Það hefði verið farið í þær viðræður í fullri samvinnu skólanna og ráðuneytis þó af sameiningu geti orðið gegn vilja einstaka skóla. Engin önnur áform um sameiningar væru í gangi. Ýmsar aðrar upplýsingar komu fram á fundinum sem varða þetta mál ekki beint, til dæmis að það er fullt af plássi í framhaldsskólum fyrir nemendur sem eru 25 ára eða eldri. Upplýsingarnar sem nefndin fékk um þetta mál eru hins vegar mjög áhugaverðar og alvarlegar. Sú niðurstaða sem ég komst að eftir fundinn var að ráðherra byggði ákvörðun sína á að hefja sameiningarferli ekki á neinum gögnum, að valið á þessum tveimur skólum hafi ekki verið byggt á neinni greiningu, að það yrði líklega að sameiningunni, að það átti ekkert að upplýsa um sameininguna fyrr en ákvörðun hefði verið tekin og að ekki hefði verið stuðst við gögn um fyrri sameiningar (það var ekki einu sinni vitað hvort slík gögn væru til). Það er hægt að segja ýmislegt um einkavæðingu, kosti hennar og galla. Það má alveg endilega ræða um rekstur og hagræðingu. Það verður bara að gefast tækifæri til þess. Ef það á ekki að gefa tækifæri til umræðu fyrr en ákvörðun er tekin, um hvað mun þá umræðan snúast? Umræðan mun snúast um útilokun. Hvernig fjölmargir aðilar, sem geta hjálpað til við að vega og meta kosti þess og galla að af sameiningu verði eða ekki, eru útilokaðir frá því ferli sem leiðir til ákvarðanatöku. Á opnum fundi nefndarinnar í dag (þriðjudag) kom fram að sumir þingmenn meirihlutans hafi vitað af þessum áformum frá því í síðasta mánuði. Ef við spyrjum ekki um vinnubrögðin heldur bara almennt um vandamálið, eins og ráðherra sagðist frekar kjósa að umræðan hefði verið, þá fáum við ekki þessar upplýsingar. Þegar við komumst að því að það sé verið að vinna eitthvað í leynd þá verðum við að spyrja af hverju. Þetta var það sem ég lærði á fundinum. Ráðherra ræður og þarf ekki að segja neinum frá því hvað hann ætlar að gera né og þeir einu sem þurfa að samþykkja ákvörðun hans eru einhverjir aðrir ákveðnir ráðherrar. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Svona var það með Iðnskólann í Hafnarfirði. Svona var það með Fiskistofu. Svona var það með Þjóðhagsstofnun. Sumar ákvarðanir ráðherra hafa svo sem verið góðar, aðrar slæmar. Þannig gengur það og gerist víst þegar um geðþóttaákvarðanir er að ræða, þegar markmið faglegs ferlis er að finna rök sem styðja við persónulegar skoðanir ráðherra. Þannig er gamla pólitíkin. Hún er ógeðsleg.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun