Aukin hætta á heilablóðfalli og elliglöpum tengd neyslu á sykurlausum gosdrykkjum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 10:50 Það er ekkert sérstaklega hollt að drekka mikið af gosi. vísir/getty Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar. Neytendur Vísindi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Aukin hætta er á heilablóðfalli og elliglöpum ef einstaklingur neytir einnar dósar af sykurskertum eða sykurlausum gosdrykk á dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar sem fjallað er um á vef Guardian en fjöldi annarra rannsókna hafa sýnt fram á tengsl alvarlegra sjúkdóma og neyslu á sykruðum gosdrykkjum. Rannsóknin nú vekur á ný spurningar um áhættuna sem neytendur taka með því að drekka sykurskerta eða sykurlausa drykki en í þeim er gervisæta. „Að drekka að minnsta kosti einn drykk á dag með gervisætu var tengt þrisvar sinnum meiri áhættu á því að fá heilablóðafall, elliglöp eða Alzheimer miðað við þá sem drukku einn slíkan drykk eða minna á viku,“ er haft eftir rannsakendunum á vef Guardian en þeir birtu niðurstöður sínar í tímariti bandarísku hjartasamtakanna. Þannig eru þeir sem drekka svokallaða diet-drykki 2,96 sinnum líklegri til að fá svokallað blóðþurrðarslag og 2,89 sinnum líklegri til að fá Alzheimer. Blóðþurrðarslag verður þegar blóð kemst ekki að heilanum vegna blóðtappa sem hefur myndast annað hvort í slagæðinni sem leiðir til heilans eða í bláæð í heilanum sjálfum. Rannsóknin byggir á gögnum frá meira en 4.300 þátttakendum í langtímahjartarannsókn sem er í gangi í Bandaríkjunum. „Eftir því sem við komumst næst þá er rannsóknin okkar sú fyrsta sem sýnir fram á tengsl á milli daglegrar neyslu á gosdrykkjum með gervisætu og aukinnar hættu á bæði elliglöpum og svo Alzheimer-sjúkdómnum,“ segir rannsakendurnir. Þeir viðurkenna þó að geta ekki sannað orsakasamband á milli þess að neyta diet-drykkja og svo þess að fá annað hvort heilablóðfall eða elliglöp þar sem rannsóknin byggðist á spurningalistum sem þátttakendur svöruðu um matar-og drykkjarvenjur sínar.
Neytendur Vísindi Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira