Í frjálsu falli? Björn Berg Gunnarsson skrifar 13. apríl 2017 08:00 Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein algengustu mistök fjárfesta eru að elta ávöxtunartölur. Benjamin Graham, lærifaðir Warrens Buffett, ræðir um þetta í bókinni The Intelligent Investor og kallar þann sem hagar sér með þessum hætti Hr. Markað. Sagan segir ekki endilega til um framhaldið Hr. Markaður er hrifinn af því sem hefur hækkað í verði en vill losa sig við eignir sem hafa lækkað. Fyrir þessum verðbreytingum geta verið góðar ástæður og sennilega hafa þær ekkert um framtíðina að segja en samt virðist honum líða betur þegar hann hegðar sér með þessum hætti. Þar sem hlutabréf sveiflast reglulega talsvert í verði er ekki óalgengt að Hr. Markaður kaupi eða selji nálægt þeim tímapunkti sem verðið breytir um stefnu. Raunar segist Buffett leitast eftir því að eiga viðskipti við Hr. Markað, sem vill alltaf kaupa bréfin af honum dýrt og selja ódýrt. Því miður ræðst hegðun fjárfesta oft af sögulegum gögnum fremur en væntingum um framtíðina. Í daglegu tali er jafnvel talað um að verðbólgan „sé 1,9%“, krónan „sé að styrkjast“ og hlutabréf jafnvel „í frjálsu falli“. Réttara væri að segja að verðbólgan hafi verið 1,9% síðustu 12 mánuði, krónan hafi styrkst og hlutabréf hafi lækkað í verði. Þetta villandi orðalag getur valdið því að fjárfestar gefa sér að hreyfingar síðustu daga eða vikna séu varanleg stefna og taki ákvarðanir út frá því.Frjálsa fallið búið þegar fréttin berst? Til gamans tók ég saman sjö síðustu fréttir íslenskra fjölmiðla um að hlutabréf fyrirtækja væru „í frjálsu falli“. Að meðaltali var mesta lækkun dagsins, frá lokagengi síðasta viðskiptadags, 19,3%, sem vissulega er umtalsverð lækkun. En var fallið frjálst? Þegar litið er á gengið viku eftir að fréttin var skrifuð höfðu hlutabréfin að meðaltali hækkað um 1,6% og um 5,5% sé miðað við 30 daga. Úrtakið er kannski full lítið til að kalla mætti fréttir sem þessar kauptækifæri en þar sem Hr. Markaður leynist víða væri ekki úr vegi að endurskoða orðalagið.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar