Ó borg, mín borg, þú átt betra skilið Sævar Þór Jónsson skrifar 3. apríl 2017 10:04 Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þeim sem fylgjast með borgarmálum hér í Reykjavík ætti að vera ljóst að það er eitthvað mikið að stjórnun borgarinnar. Svo virðist sem meirihlutinn sem stjórni borginni sé heltekinn af 101 veikinni. Eftir að núverandi meirihluti tók við borginni hefur ekki farið framhjá neinum hversu illa hefur verið hugsað um borgina okkar. Húsnæðismarkaðurinn hér í borg er komin í óefni, ekki hefur verið gengið nægilega hratt í að útvega lóðir og finna raunhæfar lausnir í húsnæðismálum fyrir fjölbreyta hópa íbúa borgarinnar. Nýlegar lóðaúthlutanir hafa gengið út á að útvega lóðir til eignarhaldsfélaga í eigu fjársterkra einstaklinga svo þeir geti byggt lúxusíbúðir og hótel. Virðist það vera öll forgangsröðunin hjá núverandi borgarmeirihluta í borginni. Ekki ætti þetta að koma neinum á óvart enda hefur svokallaður vinstri vængur í pólitíkinni ávallt reynt að ganga í auga þeirra sem auðinn eiga, þrátt fyrir fögur fyrirheit um félagslega einingu og að tryggja þeim sem eiga hvað erfiðast að fóta sig í lífinu öryggi. Er þetta kannski í reynd ástæðan fyrir lélegu gengi þessarar flokka í nýliðnum kosningum? Það skyldi þá ekki vera að fólkið sé farið að sjá við þeim? Það er með öllu óskiljanlegt hversu illa gengur að vinna á þessu vanda og nóg er nú landrýmið en alltaf skal þó sama sagan vera, að byggja lúxusinn og fylgja tískustraumum í útrásinni eins og að byggja bankabyggingar og hótel. Önnur mál sitja líka á hakanum hjá núverandi meirihluta, skortur á yfirsýn í vegamálum og viðhaldi er t.d. eitt dæmið. Sá sem mælir hvað mest gegn framþróun í vegamálum, Holu Hjálmar, talar um að breyta þurfi í reynd lífstíl fólks þannig að einkabílinn verði í reynd aflagður með öllu og það án þess að koma með raunhæfar lausnir í staðinn. Virðist sá ágæti maður telja lausnina vera bundna í einhverju sem engin veit hvað er og hvað þá síst hann sjálfur. Þá er með engu tekið tillit til lifnaðarhátta þeirra sem búa í borginni og þeirrar þróunar sem hefur átt sér í stað undanfarin 50 ár hvað varðar uppbyggingu í borginni. Staðreyndin er sú að bílinn er ekkert að fara, þó holu Hjálmar vilji það sjálfur, ætli hann sé með bílpróf? Þá er óþrifnaðurinn í borginni algjör, og skortur á viðhaldi á gangstéttum og hreinsun gatna og gangstíga algjör. Sum hverfi hafa algjörlega verið vanrækt og vil ég t.d. nefna í þessu samhengi hverfið mitt Vogahverfið. Sem dæmi um þetta má nefna að borgin ákvað að hætta að þrífa götur borgarinnar og hreinsa burt ryk og óþrifnað eftir veturinn. Átti þetta að spara fjármuni sem voru undir 10 milljónum á ári en um leið var tekin ákvörðun um að þrengja götur og fækka akreinum um tugi og hundruði milljóna. Afleiðingarnar af þessum skipulagða óþrifnaði núverandi meirihluta fer ekki framhjá neinum, svifrykið í borginni hefur aldrei verið meira og verður stundum óbærilegur. Það skyldi þó ekki vera að þeir sem stýra borginni búa við þannig aðstæður að þeir þurfi í reynd ekki að sjá slíkan óþrifnað þar sem þeir búa? Hvert sem litið er þá er borginni að hnigna, það er orðið aðkallandi að bæði íbúar borgarinnar og þeir sem láta borgarmálin sig varða taki saman höndum og láti í sér heyra. Þá verður því miður hver og einn, sem annt er um umhverfið sitt, að taka það á sig að gera sjálfur eitthvað í hlutunum eins og að þrifa gangséttir eða að hreinsa upp allan þann óþrifnað sem umlykur umhverfið þeirra þar sem borgin virðist vera ófær um slíkt. Þá eru það göturnar sem eingöngu er bætt í eins og dauð tönn sem sífellt er verið að fylla í en ætti að taka. Það verður ekki endalaust hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir á gatnakerfi borgarinnar en svo ráðast í dýrar og óþarfar framkvæmdir við að fækka akreinum í gatnakerfinu og þrengja að bílnum en um leið gera það undir merkjum þess að bæta heilsu fólksins í borginni með því að gefa þeim kosti á að notast við aðra samgöngumáta. Þá skýtur það skökku við að á sama tíma er borgin að spara við sig í að þrifa og hreinsa götur og gangstíga og um leið stuðla með því að mikilli svifryksmengun sem varla getur verið borgarbúum til heilsubóta. Borgin okkar á betra skilið.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar