Brexit – hvað gerist næst? Árni Páll Árnason skrifar 30. mars 2017 07:00 Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því ég skrifaði fyrri greinar mínar um Brexit. Bresk stjórnvöld hafa nú virkjað hina margfrægu 50. gr. stofnsáttmála ESB. Þar með er hafið ferli sem mun leiða til þess að eftir rétt tvö ár verða Bretar ekki lengur meðlimir ESB, óháð því hvort tekist hafi að greiða úr öllum samningum um framtíðarviðskiptafyrirkomulag milli ESB og Bretlands þegar þar að kemur. Samningarnir næstu tvö árin verða flóknir og tímafrekir og niðurstaða mjög óljós, en hvorki hinn skammi tími né pólitískar aðstæður í lykilríkjum ESB vinna með Bretum.Peningar verða fyrsta mál á dagskrá Fyrsta málið sem á að taka á dagskrá skv. 50. greininni eru skilnaðarkjör útgönguríkisins. Í því felst uppgjör hlutdeildar Breta í sameiginlegum skuldbindingum ESB. Af opinberum yfirlýsingum aðila undanfarið er ljóst að þar mun væntanlega bera mikið á milli. Bretar vilja samhliða hefja tafarlaust samninga um viðskiptakjör eftir útgöngu, enda vinnur tíminn ekki með þeim eins og áður sagði. Flest bendir hins vegar til að ríki ESB muni halda fast við að ljúka fyrst samningum um skilnaðarkjörin, áður en framtíðarviðskiptatengsl verða rædd. Leiðtogar ESB munu ekki samþykkja umboð til aðalsamningamanns fyrr en í lok apríl og svo má búast við að fremur lítið gerist í samningaviðræðum fyrr en eftir þingkosningar í Þýskalandi á hausti komanda. Ef peningamálin standa í aðilum, getur því hæglega liðið hálft til eitt ár áður en hafist er handa um samninga um viðskiptakjörin.Bretar vilja alveg út ... Það markaði tímamót í janúarlok þegar Theresa May, forsætisráðherra Breta, kvað loks upp úr um það að Bretar myndu ekki æskja sambærilegrar aðildar að innri markaði ESB og t.d. Ísland og Noregur njóta nú með EES-samningnum. Þannig er það orðið ljóst að bresk stjórnvöld vilja setja hömlur á frjálsa för fólks í öndvegi samningsmarkmiða og eru tilbúin að fórna fyrir það hindrunarlausri aðild að einstökum þáttum innri markaðarins. Markmið þeirra í samningunum munu væntanlega verða þau að freista þess að halda eins miklu af þeim markaðsaðgangi sem Bretar nú njóta, áfram eftir að aðild lýkur. Það er hins vegar ekki einfalt úrlausnar, þótt það hljómi vandræðalaust. Markaðsaðgangur að innri markaði ESB og EES er almennt skilyrtur því að ríki viðurkenni sameiginlegar reglur um markaðssetningu vöru og þjónustu og lúti eftirliti með því að þær séu virtar, eins og raunin er innan EES. Eitt helsta vígorð breskra útgöngusinna hefur verið að ?ná aftur stjórn? (e. Take back control). Það verður ekki einfalt fyrir May að sannfæra þá um ágæti útgöngusamnings sem gerir ráð fyrir að Bretar viðurkenni ESB-reglur á einstökum sviðum (t.d. í fjármálaþjónustu eða sjávarútvegi) og sæti eftirliti ESB eftirlitsaðila með því um ófyrirsjáanlega framtíð.... en hvað má það kosta? Stóri óvissuþátturinn er hvernig viðskiptasambandi Breta við Evrópu verður háttað til lengri tíma litið. Sú óvissa er meiri þar sem Bretar hafa ákveðið að sækjast ekki eftir sambærilegum aðgangi að innri markaðnum og Ísland og Noregur njóta á grundvelli EES. Nú þegar er óvissa meðal breskra fyrirtækja í flugi og fjármálaþjónustu um aðgang þeirra að Evrópumarkaði og a.m.k. einhverjar líkur á að þau muni þurfa að flytja höfuðstöðvar sínar til ESB landa eftir Brexit. Flest slík fyrirtæki eru nú þegar byrjuð að teikna upp ýmsar sviðsmyndir, enda óvissan um endanlega niðurstöðu mikil og tíminn fram að útgöngu stuttur. Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB, hefur varað Breta við að menn hafi í reynd ekki lagt niður fyrir sér hvernig það eigi að geta gengið upp að ganga úr ESB og út af innri markaðnum, en halda samt óbreyttu mynstri viðskipta við Evrópu. Hann spurði sem dæmi hvernig menn ætluðu að fara að því að fara út úr því rafræna upplýsingakerfi sem nú gerir 12.000 breskum vöruflutningabílum á dag kleift að fara hindrunarlaust til annarra ESB-ríkja. Svarið við þeirri spurningu hefur gríðarlega þýðingu fyrir þau íslensku fyrirtæki sem landa vöru í Bretlandi og aka til Evrópu.Þýðingin fyrir Ísland Brexit mun án efa hafa áhrif á íslenska viðskiptahagsmuni. Við njótum nú þegar fullkomins aðgangs að breskum markaði og þau viðskiptakjör geta því trauðla batnað. Áhrifin geta orðið mjög ólík eftir atvinnugreinum. Í stöðunni eru ýmsar hættur fyrir sjávarútvegsfyrirtæki, en að sama skapi tækifæri fyrir fyrirtæki sem eru í beinni samkeppni við bresk fyrirtæki á Evrópumarkaði. Þá getur innlend ferðaþjónusta og fjármálaþjónusta orðið fyrir neikvæðum áhrifum. Samningar Breta við ESB og sú innlenda löggjöf sem þeir munu taka upp í kjölfarið mun skera úr um þetta. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun