Opið bréf til forystu menntamála í landinu Guðríður Arnardóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar