Faðir Lubitz: Vill hreinsa mannorð sonar síns Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2017 13:15 Fjallið sem Andreas Lubitz flaug á svo 150 manns létu lífið. Vísir/AFP Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira
Faðir Andreas Lubitz, sem flaug vísvitandi á fjall í Frakklandi svo 150 létu lífið, segist geta sannað að hann hafi ekki gert það viljandi. Günter Lubitz hefur boðað til blaðamannafundar á föstudaginn, en þá verða tvö ár frá því að flugvélin fórst. Fjölskyldur þeirra sem létu lífið eru sagðar vera reiðar vegna komandi blaðamannafundar Günter Lubitz. Niðurstöður rannsóknar á atvikinu, sem lauk í janúar, eru að Lubitz bar einn ábyrgð á því að fljúga flugvélinni á fjall í frönsku ölpunum. Um var að ræða flug frá Barcelona til Dusseldorf þann 24. mars 2015. Skömmu eftir flugtak fór flugstjóri vélarinnar út úr stjórnklefanum og Lubitz læsti hann úti og hleypti honum ekki aftur inn. Heyra mátti á upptökum að flugstjórinn reyndi að brjóta sér leið inn í stjórnklefann áður en flugvélin brotlenti.Sjá einnig: Minnast látinna ættingja og vina Rannsakendur beindu sjónum sínum að því hvort að einhver af læknunum sem Lubitz leitaði til hefðu brotið gegn lögum með því að tilkynna þunglyndi hans ekki. Komið hefur í ljós að Lubitz leitaði til 41 læknis á mánuðunum fyrir atvikið. Enginn þeirra varaði vinnuveitendur hans, Germanwings, við því að hann ætti við þunglyndi að stríða. Árið 2009 tilkynnti Lubitz sjálfur þunglyndi til Lufthansa og var gert hlé á flugmannaþjálfun hans. Þjálfunin hélt svo áfram eftir að læknar úrskurðuðu hann heilbrigðan. „Fram til þessa, trúa allir því að aðstoðarflugmaður flugvélarinnar hafi verið þunglyndur um langt skeið og hann hafi vísvitandi flogið flugvélinni á fjall. Við erum sannfærð um að það sé rangt,“ sagði Günter Lubitz í tilkynningu samkvæmt frétt Deutsche welle. Lögmaður fjölskyldumeðlima fólks sem dó segir tímasetningu yfirlýsinga Günter Lubitz vera „mjög óþægilega“ og það sé ábyrgðarlaust að grípa til þessara aðgerða sléttum tveimur árum eftir atvikið. „Frá sjónarhóli fórnarlambanna er þetta taktlaust og verður líklega erfitt fyrir mörg þeirra,“ segir Elmar Giemulla.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Sjá meira