Full ástæða til að gefa samþjöppun á leigumarkaði „sérstakan gaum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 14:14 Fasteignaverði hefur hækkað mikið í Reykjavík að undanförnu. VÍSIR/VILHELM Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi. Húsnæðismál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira
Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi.
Húsnæðismál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Sjá meira