Edda varð svo hrifin af Roller Derby að hún setti upp sólgleraugu í miðri útsendingu Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2017 20:45 Edda Andrésdóttir ásamt þeim Gabríelu Sif Beck og Salóme Petru Kolbeinsdóttur úr Ragnarökum. Vísir Það var heldur betur líf og fjör í fréttasetti Stöðvar 2 í kvöld þar sem fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir tók á móti þeim Night Fury og Mia Flawless úr eina Roller Derby-liði landsins Ragnarökum. Night Fury og Mia Flawless eru keppnisnöfn þeirra Salóme Petru Kolbeinsdóttur og Gabríellu Sif Beck sem útskýrðu fyrir Eddu og áhorfendum hvaða Roller Derby, eða hjólaskautaat, er.Innslagið má sjá hér fyrir neðan:Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að hringa andstæðingana.Mia Flawless og Night Fury.VísirNafnið fengið úr einni af uppáhalds kvikmynd hennar Gabríella sagði frá því að liðsmenn veldu keppnisnöfn sín úr dægurmenningu. Pulp Fiction er ein af uppáhaldskvikmyndum hennar og þar er að finna persónuna Mia Wallace, leikin af Uma Thurman. Hún ákvað þó að leika sér aðeins að nafninu og kalla sig Miu Flawless því hún vildi vera góð með sig á vellinum. Hún sagði að í daglegu lífi vandi hún sig að vera ekki fyrir fólki en á vellinum er takmarkið að vera fyrir öðrum. Salóme Petra sagðist hafa prófað margar íþróttir en ekki fundið sig almennilega í neinni þeirra. „Svo var mér bent á þetta og ég varð ástfangin af öllu, íþróttinni og samfélaginu og liðsmönnum. Ég gat verið meira ég sjálf, þarna var ég svo velkomin og leið ótrúlega vel,“ sagði Salóme.Fann kærustu sína í Roller Derby Edda spurði hvort hún hefði orðið bókstaflega ástfangin af liðsfélögunum en svo var ekki. Hins vegar var það Gabríella sem fann kærustuna sína í Roller Derby. Edda var svo hrifin af búningum þeirra að hún bað þær um að setja upp hjálmana og góma og setti svo sjálf á sig sólgleraugu áður en hún hóf að lesa veðurfréttirnar. Þess má geta að Ragnarök taka á móti kanadíska liðinu Los Coños í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 17 á morgun. Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér. Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Fleiri fréttir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Sjá meira
Það var heldur betur líf og fjör í fréttasetti Stöðvar 2 í kvöld þar sem fréttamaðurinn Edda Andrésdóttir tók á móti þeim Night Fury og Mia Flawless úr eina Roller Derby-liði landsins Ragnarökum. Night Fury og Mia Flawless eru keppnisnöfn þeirra Salóme Petru Kolbeinsdóttur og Gabríellu Sif Beck sem útskýrðu fyrir Eddu og áhorfendum hvaða Roller Derby, eða hjólaskautaat, er.Innslagið má sjá hér fyrir neðan:Í hjólaskautaati eru fimm liðsmenn í hverju liði inn á í einu. Allir keppendur eru búnir hjólaskautum en engir boltar eru með í leiknum heldur fást stig með því að hringa andstæðingana.Mia Flawless og Night Fury.VísirNafnið fengið úr einni af uppáhalds kvikmynd hennar Gabríella sagði frá því að liðsmenn veldu keppnisnöfn sín úr dægurmenningu. Pulp Fiction er ein af uppáhaldskvikmyndum hennar og þar er að finna persónuna Mia Wallace, leikin af Uma Thurman. Hún ákvað þó að leika sér aðeins að nafninu og kalla sig Miu Flawless því hún vildi vera góð með sig á vellinum. Hún sagði að í daglegu lífi vandi hún sig að vera ekki fyrir fólki en á vellinum er takmarkið að vera fyrir öðrum. Salóme Petra sagðist hafa prófað margar íþróttir en ekki fundið sig almennilega í neinni þeirra. „Svo var mér bent á þetta og ég varð ástfangin af öllu, íþróttinni og samfélaginu og liðsmönnum. Ég gat verið meira ég sjálf, þarna var ég svo velkomin og leið ótrúlega vel,“ sagði Salóme.Fann kærustu sína í Roller Derby Edda spurði hvort hún hefði orðið bókstaflega ástfangin af liðsfélögunum en svo var ekki. Hins vegar var það Gabríella sem fann kærustuna sína í Roller Derby. Edda var svo hrifin af búningum þeirra að hún bað þær um að setja upp hjálmana og góma og setti svo sjálf á sig sólgleraugu áður en hún hóf að lesa veðurfréttirnar. Þess má geta að Ragnarök taka á móti kanadíska liðinu Los Coños í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi klukkan 17 á morgun. Nánari upplýsingar um leikinn má finna hér.
Mest lesið Simmi Vill í meðferð Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Tíska og hönnun Sambærilegt því að spila með Real Madrid Lífið Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Lífið Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Lífið Ilmandi jólaglögg að hætti Jönu Jól Fleiri fréttir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles Sjá meira