Frekari slátrun á hvölum er ómannúðleg og efnahagslega skaðleg Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. mars 2017 00:00 Mikil alþjóðleg vakning hefur orðið síðustu árin um það að við verðum að virða, vernda og hlú að lífríkinu í kringum okkur: Dýrum hvers konar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flórunni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það að við berum tilhlýðilega virðingu fyrir því stórkostlega lífríki, sem okkur hefur verið lagt til, annað er það, að án þessa lífríkis værum við sjálf ekki til; Það verður engin varanleg velferð manna, án þess, að velferð lífríkisins sé jafnframt tryggð.Sköpuð eins og við Við bætist, að stór hluti lífveranna í kringum okkur er í grundvallaratriðum skapaður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform en við. Menn leyfa sér að gera tilraunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurningum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota niðurstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mannfólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um hin nánu tengsl okkar við dýrin?Nánast útrýmt Upp úr 1920 voru um 400-500.000 hvalir í úthöfum heims. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst stórsókn á hendur þessum blessuðu og stórkostlegu en varnarlausu verum, þannig, að um 1970 var heildarstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. 90% voru fallin í árásum grimmra, miskunnarlausra og gráðugra veiðimanna.Hvaladráp bannað 1986 Á síðustu stundu greip þó Alþjóðahvalveiðiráðið í taumana og bannaði allar hvalveiðir í atvinnuskyni, en því miður reyndust 3 þjóðir skilningslausar á ástandið og tilfinningalausar gagnvart þeirri ómannúðlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna, sem hér var að eiga sér stað; Japanir, Norðmenn og Íslendingar. Hefur því hvölum ekki fjölgað mikið á síðustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hörmungarsaga! Fyrir 100 árum vori þeir um 500.000!Háþróaðar verur Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum, gleðjast og hryggjast, kvíða fyrir og hræðast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungurinn, en líka hrefnur, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – höfrungurinn virðist jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi.Höfrungar jafnvel drepnir hér Höfrungurinn er eitt ástsælasta dýr jarðarinnar. Vegna vitsmuna, glaðværðar og elsku á öðrum lífverðum. Börn og unglingar um allan heim elska höfrunginn. Reyndar fólk á öllum aldri líka. Ég fékk það staðfest fyrir nokkru, að ár hvert er verið að drepa töluverðan fjölda höfrunga fyrir Norðausturlandi „skv. gamalli hefð“. Eru þeir menn, sem þetta stunda og þetta leyfa ekki með öllum mjalla!? Ef þetta kæmist í heimsfréttirnar gæti það leitt yfir okkur mikla reiði- og mótmælaöldu.Um 354.000 ferðamenn skoðuðu hvali Þúsundir Íslendinga hafa starf og góðar tekjur af hvalaskoðun ferðamanna. Er það gott mál. Í fyrra nutu 354.000 ferðamenn hér friðsamrar hvalskoðunar. Í ár gætu þetta orðið 400.000 til 500.000 manns. Ef þessir ferðamenn vissu, að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu risum úthafanna, meira að segja á algjörlega brostnum og glórulausum efnahagslegum forsendum, er hætt við, að þel manna mundi snúast.Enn á að fara að slátra hvölum Eftir um mánuð á að byrja að drepa hrefnur að nýja. Að þessu stendur útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, sem gerir út 2 báta í þessu skyni. Á nú helzt að drepa um 50 dýr. Samt er enn ekki búið að selja kjöt þeirra dýra, sem drepin voru í fyrra. Mörg þessara dýra – kvendýrin - munu vera kelfd, og er því með drápi þeirra verið að drepa 2 kynslóðir dýra, kýr og fóstur. Að slepptum mannúðar- og dýraverndurnarsjónarmiðum – sem þó ættu að vega þungt hjá menningarþjóð – vaknar sú spurning, hvernig það megi vera, að hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja, sem hafa tekjur af friðsamri hvalaskoðun 400.000 ferðamanna, skuli vera stefnt í voða vegna hagsmuna eins fyrirtækis í Hafnarfirði. Svo að ekki sé nú talað um ímynd og orðspor Íslendinga erlendis.Endanleg og full friðun besta auglýsingin Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skarið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga í íslenzkri fiskveiðilögsögu, myndi það vekja jákvæða athygli um allan heim, og hvetja aðra í dýra- og umhverfisvernd. Í stað andúðar og óvildar, myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa úthafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Íslendinga. Betri auglýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Mikil alþjóðleg vakning hefur orðið síðustu árin um það að við verðum að virða, vernda og hlú að lífríkinu í kringum okkur: Dýrum hvers konar, á landi, í lofti og til sjávar, jurtum og plöntum – allri flórunni – svo og að landi, vatni og lofti. Eitt er það að við berum tilhlýðilega virðingu fyrir því stórkostlega lífríki, sem okkur hefur verið lagt til, annað er það, að án þessa lífríkis værum við sjálf ekki til; Það verður engin varanleg velferð manna, án þess, að velferð lífríkisins sé jafnframt tryggð.Sköpuð eins og við Við bætist, að stór hluti lífveranna í kringum okkur er í grundvallaratriðum skapaður eins og við: Eru bræður okkar og systur, aðeins með aðra stærð eða annað líkamsform en við. Menn leyfa sér að gera tilraunir á dýrum, jafnvel kvelja þau og drepa, til að fá svör við spurningum um sjúkdóma og vandamál manna. Það má jafnvel nota niðurstöður tilrauna á músum eða rottum og yfirfæra þær á mannfólkið í baráttunni við kvilla og sjúkdóma. Hvað segir það um hin nánu tengsl okkar við dýrin?Nánast útrýmt Upp úr 1920 voru um 400-500.000 hvalir í úthöfum heims. Eftir seinni heimsstyrjöld hófst stórsókn á hendur þessum blessuðu og stórkostlegu en varnarlausu verum, þannig, að um 1970 var heildarstofn hvala um allan heim orðinn aðeins um 40-50.000. 90% voru fallin í árásum grimmra, miskunnarlausra og gráðugra veiðimanna.Hvaladráp bannað 1986 Á síðustu stundu greip þó Alþjóðahvalveiðiráðið í taumana og bannaði allar hvalveiðir í atvinnuskyni, en því miður reyndust 3 þjóðir skilningslausar á ástandið og tilfinningalausar gagnvart þeirri ómannúðlegu eyðileggingu á lífríki úthafanna, sem hér var að eiga sér stað; Japanir, Norðmenn og Íslendingar. Hefur því hvölum ekki fjölgað mikið á síðustu 30 árum, þrátt fyrir friðun. Hörmungarsaga! Fyrir 100 árum vori þeir um 500.000!Háþróaðar verur Hvalir eru taldir kenna hver öðrum og læra hver af öðrum, vinna saman, bindast nánum vina- og fjölskylduböndum, gleðjast og hryggjast, kvíða fyrir og hræðast og syrgja, þegar sorg ber að höndum. Smáhvalirnir, einkum höfrungurinn, en líka hrefnur, eru þekktir fyrir allskonar flókna leiki – höfrungurinn virðist jafnvel geta slegið manninn út í ýmsum þrautum – og eru þetta því lífverur á háu þroska-, vitundar- og tilfinningastigi.Höfrungar jafnvel drepnir hér Höfrungurinn er eitt ástsælasta dýr jarðarinnar. Vegna vitsmuna, glaðværðar og elsku á öðrum lífverðum. Börn og unglingar um allan heim elska höfrunginn. Reyndar fólk á öllum aldri líka. Ég fékk það staðfest fyrir nokkru, að ár hvert er verið að drepa töluverðan fjölda höfrunga fyrir Norðausturlandi „skv. gamalli hefð“. Eru þeir menn, sem þetta stunda og þetta leyfa ekki með öllum mjalla!? Ef þetta kæmist í heimsfréttirnar gæti það leitt yfir okkur mikla reiði- og mótmælaöldu.Um 354.000 ferðamenn skoðuðu hvali Þúsundir Íslendinga hafa starf og góðar tekjur af hvalaskoðun ferðamanna. Er það gott mál. Í fyrra nutu 354.000 ferðamenn hér friðsamrar hvalskoðunar. Í ár gætu þetta orðið 400.000 til 500.000 manns. Ef þessir ferðamenn vissu, að við værum bak við tjöldin að murka líftóruna úr þessum fallegu og friðsömu risum úthafanna, meira að segja á algjörlega brostnum og glórulausum efnahagslegum forsendum, er hætt við, að þel manna mundi snúast.Enn á að fara að slátra hvölum Eftir um mánuð á að byrja að drepa hrefnur að nýja. Að þessu stendur útgerðarfyrirtæki í Hafnarfirði, sem gerir út 2 báta í þessu skyni. Á nú helzt að drepa um 50 dýr. Samt er enn ekki búið að selja kjöt þeirra dýra, sem drepin voru í fyrra. Mörg þessara dýra – kvendýrin - munu vera kelfd, og er því með drápi þeirra verið að drepa 2 kynslóðir dýra, kýr og fóstur. Að slepptum mannúðar- og dýraverndurnarsjónarmiðum – sem þó ættu að vega þungt hjá menningarþjóð – vaknar sú spurning, hvernig það megi vera, að hagsmunir hvalaskoðunarfyrirtækja, sem hafa tekjur af friðsamri hvalaskoðun 400.000 ferðamanna, skuli vera stefnt í voða vegna hagsmuna eins fyrirtækis í Hafnarfirði. Svo að ekki sé nú talað um ímynd og orðspor Íslendinga erlendis.Endanleg og full friðun besta auglýsingin Ef við Íslendingar, sem gömul veiðimannaþjóð, tökum nú af skarið og friðum alla hvali, hrefnur og höfrunga í íslenzkri fiskveiðilögsögu, myndi það vekja jákvæða athygli um allan heim, og hvetja aðra í dýra- og umhverfisvernd. Í stað andúðar og óvildar, myndu milljónir manna um allan heim, sem elska hina friðsömu risa úthafanna – svo að ekki sé talað um höfrungana – fyllast þakklæti og góðvild til Íslendinga. Betri auglýsingu fyrir land og þjóð væri ekki hægt að fá!
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun