Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Almar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Helga Árnadóttir skrifa 14. mars 2017 07:00 Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar