Fótbolti

Guardiola aldrei áður staðið í þessum sporum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pep Guardiola gengur af velli í kvöld.
Pep Guardiola gengur af velli í kvöld. Vísir/Getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur upplifað margt á sínum ferli en hann hefur aldrei staðið í þeim sporum sem hann stóð í eftir leikinn í Mónakó í kvöld.

Manchester City tapaði þá 3-1 á móti heimamönnum í Mónakó í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Mónakó fór áfram á fleiri mörkum skoruðu á útivelli. Manchester City vann fyrri leikinn 5-3 en enn á ný var það varnarleikurinn sem fór með möguleika liðsins.

Þetta er í fyrsta sinn sem Pep Guardiola fer ekki með lið sitt í undanúrslit Meistaradeildarinnar en það hafði hann gert öll tímabil sín með Barcelona og Bayern München.

Pep Guardiola var í fjögur tímabil með Barcelona frá 2008 til 2012 og í þrjú tímabil með Bayern München frá 2013 til 2016.  Barcelona vann Meistaradeildina undir stjórn Pep 2009 og 2011 en fór í undanúrslitin 2010 og 2012. Bayern fór öll þrjú tímabilin í undanúrslitin en komst aldrei í úrslitaleikinn á meðan Guardiola stýrði liðinu.

Manchester City er jafnframt fyrsta liðið sem skorað sex mörk í einvígi í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en kemst ekki áfram í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×