Skattar og keðjuverkandi skerðingar Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnir undanfarinna ára þykjast ekki hafa hækkað skatta á lífeyrislaun, heldur lækkað þá. En það að hækka ekki persónuafsláttinn í um 103.000 krónur, eins og hann ætti að vera í dag uppreiknaður frá 1988, heldur halda honum í 52.907 krónum á mánuði er ekkert annað en fáránleg hækkun skatta, sem lenda verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Hvað á að kalla svona skattahækkanir? Ekkert annað en fátæktarskatt, sem svo leiðir til sárafátæktar og er ráðherrum og þingmönnum til háborinnar skammar. Lífeyrislaun, persónuafsláttur, vaxta- og barnabætur hækka miðað við verðlag, ekki launavísitölu og veldur því að skattbyrði lífeyrislaunþega hækkar. Í þessum anda eru bótaflokkar sem valda keðjuverkandi skerðingum um allt kerfið, vegna þess að skerðingarmörk tekna hækka ekki þó lífeyririnn og bótaflokkarnir hækki. Skattalækkanir eru bara fyrir eignafólk, hátekjufólk og fyrirtæki. Til hvers er þetta ómannúðlega „keðjuverkandi skattkerfi“ sem setur þá verst settu í sárafátækt eða um 10 þúsund manns og yfir 30 þúsund í eða við fátæktarmörk? Eru þetta mannleg mistök? Flókið kerfi sem enginn þekkir nema tölvan sem forritaði sig sjálf til að segja „Nei“? Eða er þetta bara úthugsað kerfi til að berja og sparka fjárhagslega í þá sem verst eru settir á Íslandi? Já, ég er kominn á þá skoðun. Frítekjumark lækkaði um 84 þúsund krónur í breyttu lífeyriskerfi hjá ellilífeyrisþegum. Hækkun á framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu er ekkert annað en ólöglegur 100% skattur. Fjölmargir styrkir, t.d. frá verkalýðsfélögum, fyrir lyfjum, lækniskostnaði og rekstri bifreiðar, valda bara keðjuverkandi skerðingum á lífeyrislaunum frá Tryggingastofnun, húsnæðisbótum, barnabótum og öllum öðrum bótaflokkum. Hvað er ríkið að borga í lífeyrislaun á Íslandi? Erum við sem erum á lífeyrislaunum að borga fyrir allt með sköttum og keðjuverkandi skerðingarsköttum? Svarið er „JÁ“. Fjallað verður um skerðingarkerfið á opnum fundi málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál á Grand hóteli laugardaginn 18. mars kl. 13. Þar verður einnig gerð grein fyrir þeirri staðreynd að 1.300 manns eru á biðlista eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þá verður rýnt í þróun persónuafsláttar frá upphafi staðgreiðslu og rætt um nýtt fyrirkomulag húsnæðisstuðnings til leigjenda sem tók gildi um síðustu áramót.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun