Í nafni samstöðu Ellert B. Schram skrifar 1. mars 2017 07:00 Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Þau tíðindi bárust frá Alþingi í síðustu viku, að mistök hefðu átt sér stað í texta lagafrumvarps um Almannatryggingar sem var samþykkt óbreytt en öðru vísi en til stóð. Afleiðingin er sú að ríkissjóður og TR eigi að greiða verulega hærri upphæð, a.m.k meðan þessi mistök eru ekki lagfærð. Staðan hefur verið rædd við lögfræðinga, sérfræðinga og fulltrúa eldri borgara í Félagi FEB í Reykjavík og Landssambandsins. Ljóst er að það geti kostað ríkissjóð verulegar upphæðir ef þessi mistök verða ekki afturkölluð. Sem er aðgerð (afturköllunin) sem sennilega kemur ekki í veg fyrir skyldu hins opinbera til að fylgja og virða lög, sem afgreidd eru frá Alþingi. Á fundi með velferðarnefnd Alþingis hafa talsmenn Félags eldri borgara ítrekað að frumvarpið og lögin í heild sinni feli í sér annmarka, sem skerða rétt eldri borgara með einum og öðrum hætti. Það er okkar vilji að frumvarpið og (lögin) skuli endurskoða og lagfæra um leið og mistök þingsins sjálfs eru leiðrétt. Stjórn eldri borgara í Reykjavík gerir ekki kröfu um að lög, þar sem augljós mistök hafa átt sér stað, haldi gildi sínu. Við heimtum ekki að augljós mistök í vinnu við texta löggjafar standi áfram sem lög og skiljum það ástand sem það hefur í för með sér. En hér blasa við aðstæður, sem kalla á endurskoðun allrar lagasetningarinnar. Við viljum nota þetta tækifæri til að byggja brú yfir til stjórnvalda um varanlegan bata á hag þeirra eldri borgara sem búa við bágan efnahag og alltof lágar bætur frá hinu opinbera kerfi almannatrygginga. Varanlega lagfæringu. Ekki þá síst í því sem lýtur að frítekjumörkum og lágmarksgreiðslum.Snúum bökum saman Við erum öll saman í þessu samfélagi og það er skylda okkar að rétta út hjálparhönd til þess hóps, meðbræðra og jafnaldra sem búa við óboðleg kjör. Við viljum rétta fram hönd okkar og liðveislu og biðja um viðræður, samstarf og vilja til að skapa umhverfi og setja löggjöf, sem tekur á raunverulegum vanda og skýtur skjólshúsi yfir þá sem minnst eiga og mest þurfa á stuðningi að halda. Við köllum eftir heiðarlegri og opinskárri nálgun, beggja vegna borðsins, frá talsmönnum eldri borgara og ráðandi ráðherrum og þingmönnum. Ekki leggjast í leirslag og útúrsnúninga. Félag eldri borgara vill ekki notfæra sér mistök, sem kosta mikið, þar sem tjaldað er til einnar nætur. Ekki tala saman eins og viðmælandinn sé óvinur. Snúum bökum saman, við, talsmenn fullorðinna annars vegar og fulltrúar Alþingis og ríkisins hins vegar. Leitum leiða, finnum veginn til betra lífs, betri efri ár, betri samstöðu, sem byggist á heiðarleika og tillitssemi. Hagsmuni eldra fólks verður að skoða af alvöru, því sá hópur stækkar stöðugt. Samfélagið erum við, fólk á öllum aldri. Við erum ein og sama fjölskyldan. Burt með flokkapólitík, burt með togstreitu og vantrú. Horfumst í augu við mistök, sem allir geta gert og aukum samkennd og skilning á þeim vandamálum sem verða á vegi okkar. Leysum þau. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun