Nei, Bill Gates, vélmenni munu ekki auka atvinnuleysi Lars Christensen skrifar 1. mars 2017 13:00 Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun