Ísland í fararbroddi í jafnréttismálum Þorsteinn Víglundsson skrifar 8. mars 2017 09:47 Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með daginn konur. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er gott til þess að hugsa að staða í jafnréttismálum á Íslandi er sterk í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt Global Gender Gap Report skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) er Ísland í efsta sæti og hefur raunar skipað efsta sætið síðustu 7 ár. Við erum vissulega í fremstu röð í dag og ef við ætlum að halda stöðu okkar þar þurfum við stöðugt að horfa til þess sem við getum bætt.Mikil atvinnuþátttaka kvenna Þegar horft er til þeirra þátta sem mæla árangur landa kemur í ljós að Ísland er í fyrsta sæti hvað varðar forystu kvenna á sviði stjórnmálanna og aðgengi að menntun. Eftir síðustu kosningar náðist sá jákvæði árangur að á Alþingi er hlutfall kvenna nú 48%. Ísland er sömuleiðis í hópi tíu efstu landa um atvinnuþátttöku og tækifæra á vinnumarkaði og í 11. sæti þegar litið er til kynbundins launamisréttis. Sérstaða íslensks vinnumarkaðar hefur raunar lengi verið sá að hlutfall kvenna á vinnumarkaði er meðal þess hæsta sem þekkist í heiminum. Atvinnuþátttaka kvenna er raunar ein sú mesta sem mælist meðal OECD ríkja. Á árinu 2014 var hún þannig 78,2% en á hinum Norðurlöndunum mælist hún um 70%.Kynbundinn launamunur er staðreynd Það er helst hvað varðar tvö tiltekin vandamál sem mest er eftir óunnið, annarsvegar hvað varðar kynbundinn launamun og hinsvegar hvað varðar kynbundið ofbeldi. Þrátt fyrir almennt góðu stöðu glímum við enn við þann veruleika að konur fá greidd lægri laun vegna kynferðis og við glímum enn við að konur eru færri í ábyrgðarstöðum í viðskiptalífinu. Að þessu leyti er viðskiptalífið eftirbátur stjórnmálanna. Konum hefur fjölgað í stjórnum með setningu laga um kynjahlutföll en eftir stendur að fáar konur eru stjórnarformenn eða forstjórar stærstu fyrirtækja landsins. Aðgerðir til að vinna gegn kynbundnum launamun eru sannarlega meðal brýnustu verkefna jafnréttismála. Fyrsta íslenska rannsóknin á kynbundnum launamun sem tók til vinnumarkaðarins í heild var unnin af Hagstofu Íslands. Hún byggist á viðamiklum gagnagrunni um laun og margvíslegum þáttum um stöðu 70.0000 launamanna á árunum 2008–2013. Niðurstaðan var sú að kynbundinn launamunur var 7,6% á vinnumarkaðinum í heild þegar horft var til alls tímabilsins. Á almennum vinnumarkaði mælist meiri kynbundinn launamunur en á opinberum vinnumarkaði, en á hinum almenna vinnumarkaði var hann 7,8% en aftur á móti 7% á hinum opinbera. Allt tal um að vafi sé á kynbundnum launamun er því einfaldlega rangt, viðamiklar rannsóknir sýna þennan mun aftur og aftur.Aðgerðir til að tryggja launajafnrétti Innan skamms verður kynnt frumvarp um jafnlaunavottun, sem miðar að því að ná fram launajafnrétti karla og kvenna. Þá eru á döfinni hækkanir á greiðslum til foreldra í fæðingarorlofi. Ein afleiðing hrunsins var sú að stjórnvöld lækkuðu greiðslur til foreldra í fæðingarolofi nokkuð. Það varð til þess að mun færri börn nutu samvista við feður í fæðingarorlofi en áður var. Afleiðingin varð sú að feður í lægsta og hæsta tekjuþrepinu minnkuðu töku fæðingarorlofs til mikilla muna. Alvarlegri afleiðing þess að feður taka styttra fæðingarorlof er sú að með því aukast líkur á því að tími barna heimavið styttist, þar sem minni nýting á fæðingaorlofi getur orðið til þess að börnin fari fyrr í dagvistun. Að þessu leyti má því færa rök fyrir því að hærri greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi stuðli að lengra fæðingarorlofi, þar sem foreldrar fullnýta þá frekar rétt sinn. Sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingarorlofs er þess vegna ekki síður rétt barns til samvista við báða foreldra. Þann 8. mars getum við verið stolt af miklum árangri okkar sem þjóðar í jafnréttismálum. Sá góði árangur á að vera okkur öllum hvatning til að halda áfram og vera í fararbroddi í jafnréttismálum á heimsvísu.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun