Fjallað um hvalveiðar Íslendinga á vef Al Jazeera: Ferðamenn auka eftirspurnina eftir hvalkjöti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 13:14 Frá verkun hvals. Vísir/Vilhelm „Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira