Fjallað um hvalveiðar Íslendinga á vef Al Jazeera: Ferðamenn auka eftirspurnina eftir hvalkjöti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 13:14 Frá verkun hvals. Vísir/Vilhelm „Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
„Ferðamennskan eflir hvalaiðnaðinn á Íslandi.“ Svo hljóðar fyrirsögn ítarlegrar umfjöllunar á vef fréttastofunnar Al Jazeera um hvalveiðar á Íslandi. Í greininni eru veiðarnar settar í samhengi við aukinn fjölda ferðamanna hér á landi og rætt við Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóra IP-Útgerð ehf., um aukna eftirspurn eftir hvalkjöti vegna ferðamannastraumsins. Í umfjöllun Al Jazeera er greint frá því að fyrirtækið hafi á síðasta veiðitímabili veitt 46 hrefnur til að anna eftirspurninni sem kemur mest frá veitingastöðum sem selja ferðamönnum hvalkjöt. Aflinn skiptist nú þannig að 60 prósent hans fer til veitingastaða en 40 prósent í matvörubúðir. Fyrir fimm árum voru hlutföllin á hinn veginn að sögn Gunnars og verðin lægri. Náttúruverndarsinnar segja að hvalveiðar myndu ekki bera sig ef það væri ekki fyrir eftirspurnina frá ferðamönnum og vísa í Gallup-könnun frá því í fyrra þar sem 81 prósent Íslendinga sögðust ekki hafa keypt hvalkjöt á síðustu tólf mánuðum. Aftur á móti smökkuðu tólf prósent ferðamanna sem hingað komu seinasta sumar hvalkjöt í fríinu en inn í eftirspurnina spilar líka sú staðreynd að kínverskum ferðamönnum fjölgar stöðugt og þeir eru líklegri en aðrir til að prófa hvalkjöt. Í samtali við Al Jazeera bendir Gunnar á að heil kynslóð Íslendinga ólst upp án hvalkjöts enda var það ekki veitt hér frá 1986 til 2006. Hann kveðst sannfærður um að hægt yrði að auka söluna með meira markaðsstarfi en eins og staðan er í dag er eftirspurnin meiri en framboðið á kjöti. Þannig hefur fyrirtæki Gunnars þurft að flytja inn hvalkjöt frá Noregi til að koam í veg fyrir að rétturinn sé tekinn af matseðlum veitingastaða. Umfjöllun Al Jazeera um málið má sjá hér.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira