Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 22:22 Ístak tók að sér að byggja nýja skólann í alverktöku. Hann stendur við aðalgötuna í hjarta Nuuk. Egill Aðalsteinsson Verktakafyrirtækið Ístak og bæjaryfirvöld í Nuuk tilkynntu í dag að þau hefðu höggvið á hnút sem hindrað hefur opnun stærsta skóla Grænlands. Byggingarverkefnið er með þeim stærstu sem Íslendingar hafa annast erlendis en hefur verið stopp vegna ágreinings um brunavarnir. Sjá mátti skólann í kvöldfréttum Sýnar en hann er í miðbæ Nuuk. Hann er samtals um átján þúsund fermetrar að stærð, í sjö samtengdum byggingum, og er honum ætlað að verða krúnudjásnið í grænlenska skólakerfinu. Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.Ívar Fannar Arnarsson „Það er náttúrlega rosalega erfitt að horfa á svona byggingu standa auða, sérstaklega þegar þörf er á henni. Þessvegna hefur þetta bara verið mjög erfitt - og erfitt bara fyrir samfélagið allt á Grænlandi að horfa upp á tóma byggingu þarna fyrir tólfhundruð börn,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Það var í desember 2019 sem Ístak undirritaði samninga um smíði skólans en þetta var með stærstu verkefnum sem íslenskt verktakafyrirtæki hafði tekið að sér erlendis. Ístak samdi um verkið í alútboði fyrir 615 milljónir danskra króna, tæplega tólf milljarða íslenskra króna, og sá Verkís um verkfræðihönnun. Á skólalóðinni í Nuuk 18. desember 2019, daginn sem samningar voru undirritaðir. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks.Sermersooq Skólinn átti að verða tilbúinn árið 2023 en skömmu eftir undirritun skall á covid-heimsfaraldur, sem leiddi til þess að samningurinn framlengdist um eitt ár. Skólinn var fullbúinn í fyrra en seint í ferlinu kom upp ágreiningur milli Ístaks og bæjaryfirvalda í Nuuk um hvernig brunavörnum skólans yrði háttað. Í dag tilkynntu málsaðilar að samkomulag hefði náðst. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Ístak „Við fögnum þessu bara gríðarlega,“ segir forstjóri Ístaks. „Og það verði þarna fullt af hressum og skemmtilegum krökkum á næsta ári.“ Í fréttatilkynningu Nuukbæjar í dag segir að þetta hafi verið flókið og krefjandi ferli fyrir alla aðila. Niðurstaðan sé að setja upp vatnsúðunarkerfi. Ístak tók að sér byggingu skólans í alverktöku. Verkís annaðist verkfræðihönnun. Karl segir Ístak hafa unnið ötullega með verkkaupa að lausn málsins ásamt Verkís, hönnuði skólans. „Nú á að setja sem sagt sprinkler í allan skólann, sem við gerum fyrir verkkaupa, og skólinn mun þá opna fyrst næsta skólaár.“ Skólinn verður sá stærsti á Grænlandi og er ætlaður fyrir 1.200 grunnskólanemendur og 120 leikskólabörn. Hann mun einnig nýtast bæjarbúum sem félags- og frístundamiðstöð utan skólatíma. Skólinn er ætlaður 1.200 grunnskólabörnum og 120 leikskólabörnum.Egill Aðalsteinsson „Þetta tefur allt í allt skólann um tvö skólaár. En að lokum verður skólinn tekinn í notkun. Þetta er einn sá fullkomnasti og flottasti skóli allavega á Grænlandi. Og ég myndi nú segja líka: Þótt víðar væri leitað,” segir Karl Andreassen í frétt sem sjá má hér: Hér má sjá byggingarlóðina við upphaf framkvæmda vorið 2020 en um leið rifja upp dæmi um þær áskoranir sem fyrirtæki glímdu við í covid-heimsfaraldrinum: Grænland Byggingariðnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjá mátti skólann í kvöldfréttum Sýnar en hann er í miðbæ Nuuk. Hann er samtals um átján þúsund fermetrar að stærð, í sjö samtengdum byggingum, og er honum ætlað að verða krúnudjásnið í grænlenska skólakerfinu. Karl Andreassen, forstjóri Ístaks.Ívar Fannar Arnarsson „Það er náttúrlega rosalega erfitt að horfa á svona byggingu standa auða, sérstaklega þegar þörf er á henni. Þessvegna hefur þetta bara verið mjög erfitt - og erfitt bara fyrir samfélagið allt á Grænlandi að horfa upp á tóma byggingu þarna fyrir tólfhundruð börn,“ segir Karl Andreassen, forstjóri Ístaks. Það var í desember 2019 sem Ístak undirritaði samninga um smíði skólans en þetta var með stærstu verkefnum sem íslenskt verktakafyrirtæki hafði tekið að sér erlendis. Ístak samdi um verkið í alútboði fyrir 615 milljónir danskra króna, tæplega tólf milljarða íslenskra króna, og sá Verkís um verkfræðihönnun. Á skólalóðinni í Nuuk 18. desember 2019, daginn sem samningar voru undirritaðir. Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, Charlotte Ludvigsen, borgarstjóri sveitarfélagsins Sermersooq, sem Nuuk tilheyrir, og Hermann Sigurðsson yfirverkfræðingur Ístaks.Sermersooq Skólinn átti að verða tilbúinn árið 2023 en skömmu eftir undirritun skall á covid-heimsfaraldur, sem leiddi til þess að samningurinn framlengdist um eitt ár. Skólinn var fullbúinn í fyrra en seint í ferlinu kom upp ágreiningur milli Ístaks og bæjaryfirvalda í Nuuk um hvernig brunavörnum skólans yrði háttað. Í dag tilkynntu málsaðilar að samkomulag hefði náðst. Rými verður fyrir 1.200 nemendur í grunnskólanum. Utan skólatíma nýtast húsakynnin sem menningarmiðstöð bæjarbúa.Ístak „Við fögnum þessu bara gríðarlega,“ segir forstjóri Ístaks. „Og það verði þarna fullt af hressum og skemmtilegum krökkum á næsta ári.“ Í fréttatilkynningu Nuukbæjar í dag segir að þetta hafi verið flókið og krefjandi ferli fyrir alla aðila. Niðurstaðan sé að setja upp vatnsúðunarkerfi. Ístak tók að sér byggingu skólans í alverktöku. Verkís annaðist verkfræðihönnun. Karl segir Ístak hafa unnið ötullega með verkkaupa að lausn málsins ásamt Verkís, hönnuði skólans. „Nú á að setja sem sagt sprinkler í allan skólann, sem við gerum fyrir verkkaupa, og skólinn mun þá opna fyrst næsta skólaár.“ Skólinn verður sá stærsti á Grænlandi og er ætlaður fyrir 1.200 grunnskólanemendur og 120 leikskólabörn. Hann mun einnig nýtast bæjarbúum sem félags- og frístundamiðstöð utan skólatíma. Skólinn er ætlaður 1.200 grunnskólabörnum og 120 leikskólabörnum.Egill Aðalsteinsson „Þetta tefur allt í allt skólann um tvö skólaár. En að lokum verður skólinn tekinn í notkun. Þetta er einn sá fullkomnasti og flottasti skóli allavega á Grænlandi. Og ég myndi nú segja líka: Þótt víðar væri leitað,” segir Karl Andreassen í frétt sem sjá má hér: Hér má sjá byggingarlóðina við upphaf framkvæmda vorið 2020 en um leið rifja upp dæmi um þær áskoranir sem fyrirtæki glímdu við í covid-heimsfaraldrinum:
Grænland Byggingariðnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05 Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Snúið hjá Ístaki að hefja smíði skóla á Grænlandi Ístaksmenn standa frammi fyrir óvæntri áskorun að hefjast handa við smíði skólabyggingar í Nuuk á Grænlandi vegna ferðatakmarkana sem fylgja kórónu-faraldrinum. 23. mars 2020 14:05
Ístak undirritar verksamning um smíði stærsta skóla Grænlands Ístak skrifaði nú síðdegis í Nuuk undir ellefu milljarða króna samning um smíði stærsta skóla Grænlands. Þetta er einn stærsti verksamningur í sögu fyrirtækisins. 18. desember 2019 23:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent