Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. október 2025 08:09 Jón Pétur Zimsen og Sigurður Örn Hilmarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins, kvitta undir nefndarálit minnihlutans um málið. Vísir/samsett Minnihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill að hlutfall endurgreiðslustuðnings við einkarekna fjölmiðla verði áfram 25% í stað 22% líkt og boðað er með frumvarpi Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Það sé mat minnihlutans að með frumvarpinu í núverandi mynd felist skilaboð um að ríkisstjórnin sé óánægð með störf gagnrýnna fjölmiðla. Þá vill minnihlutinn sjá Rúv hverfa af auglýsingamarkaði. Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihluta sem undir rita þingmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins í nefndinni, tekur ekki undir álitið. Meirihlutinn gerir engar breytingatillögur Með frumvarpinu er lagt til er lagt til að tekinn verði aftur upp í lögin kafli um stuðning við einkarekna frétta- og dagskrármiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta og fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Í fyrri lögum um sama efni frá 2023 var miðað við að hlutfall stuðnings til hvers fjölmiðils sem sækir um gæti numið 25% en nú er lagt til að það geti ekki orðið hærra en sem nemur 22% af fjárveitingu til verkefnisins um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Nefndarálit meirihlutans hafði þegar verið birt en meirihlutinn leggur til að frumvarpið fari óbreitt út úr nefndinni og til annarrar umræðu í þingsal. Frumvarpið bendi til óánægju ríkisstjórnarinnar „Fyrsti minni hluti leggst gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi mynd og telur að framgangur þess sé ekki til þess fallinn að auka sjálfstæði fjölmiðla og möguleika þeirra til að veita stjórnvöldum og öðrum valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Þvert á móti hefur frumvarpið fremur þá ásýnd að verið sé að senda gagnrýnum fjölmiðlum með þróttmikla starfsemi skilaboð um að óánægja ríki um störf þeirra af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir meðal annars í nefndaráliti minnihlutans. „Rekstrarvandi íslenskra fjölmiðla felst í skakkri samkeppnisstöðu við Ríkisútvarpið, sem nýtur bæði opinberra fjárframlaga og keppir við einkaaðila um sölu auglýsinga. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndunum og gerir það að verkum að frjálsir fjölmiðlar standa höllum fæti hérlendis. Samanburður frumvarpsins á styrkja- og rekstrarumhverfi fjölmiðla á Norðurlöndunum er því villandi, enda er þar hvergi minnst á þessa sérstöðu Ríkisútvarpsins,“ segir ennfremur. Óttast að ríkisstyrkir dragi úr óhæði fjölmiðla Í grundvallaratriðum kveðst minnihlutinn ekki hrifinn af ríkisstyrkjum til fjölmiðla til að byrja með. „Það að gera fjölmiðla fjárhagslega háða hinu opinbera veikir aðhaldshlutverk þeirra, dregur úr óhæði gagnvart stjórnvöldum og eykur freistnivanda þeirra stjórnmálamanna sem vilja hlutast til um fjölmiðlun í landinu,“ að mati þingmannanna. Markmið frumvarpsins sé sagt vera að styðja með fyrirsjáanlegum hætti við einkarekna fjölmiðla, en í því felist þó einskiptisheimild til styrkveitingar sem renni út næstkomandi áramót og feli í sér að hámarksstyrkir verði lækkaðir úr 25% í 22% af heildarframlagi. Ljóst er að sú breyting mun lækka styrkveitingar til tveggja stærstu fjölmiðlanna, sem helst geta veitt Ríkisútvarpinu samkeppni og eru í sterkustu stöðunni til að veita stjórnvöldum aðhald. Vinna stendur yfir um endurskoðun á kerfinu um stuðning við einkarekna fjölmiðla og er hún sögð vel á veg komin að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Gildistími umræddra lagabreytinga sem boðaðar eru verði aðeins til ársloka 2026 en stefnt sé að því að leggja fram frumvarp á næsta vorþingi um endurskoðaðan stuðning sem eigi að festa hann í sessi til lengri tíma. Þá hefur ráðherra boðað endurskoðun á starfsemi Rúv, sem enn liggur þó ekki fyrir hvernig muni líta út. Þessi áform telja þingmenn minnihlutans skynsamlegri en það sem boðað er með frumvarpinu. „Af þessum sökum og í ljósi skamms gildistíma frumvarpsins leggst 1. minni hluti harðlega gegn lækkun þaks hámarksstyrkja, ellegar er hætt við því að þingið sendi þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að veita stjórnvöldum aðhald, sérstaklega í ljósi umræðna um pólitískan þrýsting á ráðherra málaflokksins,“ segir loks í niðurlagi nefndarálitsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Þetta kemur fram í nefndaráliti minnihluta sem undir rita þingmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Jón Pétur Zimsen, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, og Snorri Másson, þingmaður og varaformaður Miðflokksins. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins í nefndinni, tekur ekki undir álitið. Meirihlutinn gerir engar breytingatillögur Með frumvarpinu er lagt til er lagt til að tekinn verði aftur upp í lögin kafli um stuðning við einkarekna frétta- og dagskrármiðla vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta og fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Í fyrri lögum um sama efni frá 2023 var miðað við að hlutfall stuðnings til hvers fjölmiðils sem sækir um gæti numið 25% en nú er lagt til að það geti ekki orðið hærra en sem nemur 22% af fjárveitingu til verkefnisins um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Nefndarálit meirihlutans hafði þegar verið birt en meirihlutinn leggur til að frumvarpið fari óbreitt út úr nefndinni og til annarrar umræðu í þingsal. Frumvarpið bendi til óánægju ríkisstjórnarinnar „Fyrsti minni hluti leggst gegn samþykkt frumvarpsins í núverandi mynd og telur að framgangur þess sé ekki til þess fallinn að auka sjálfstæði fjölmiðla og möguleika þeirra til að veita stjórnvöldum og öðrum valdhöfum nauðsynlegt aðhald. Þvert á móti hefur frumvarpið fremur þá ásýnd að verið sé að senda gagnrýnum fjölmiðlum með þróttmikla starfsemi skilaboð um að óánægja ríki um störf þeirra af hálfu ríkisstjórnarinnar,“ segir meðal annars í nefndaráliti minnihlutans. „Rekstrarvandi íslenskra fjölmiðla felst í skakkri samkeppnisstöðu við Ríkisútvarpið, sem nýtur bæði opinberra fjárframlaga og keppir við einkaaðila um sölu auglýsinga. Þetta fyrirkomulag er einsdæmi á Norðurlöndunum og gerir það að verkum að frjálsir fjölmiðlar standa höllum fæti hérlendis. Samanburður frumvarpsins á styrkja- og rekstrarumhverfi fjölmiðla á Norðurlöndunum er því villandi, enda er þar hvergi minnst á þessa sérstöðu Ríkisútvarpsins,“ segir ennfremur. Óttast að ríkisstyrkir dragi úr óhæði fjölmiðla Í grundvallaratriðum kveðst minnihlutinn ekki hrifinn af ríkisstyrkjum til fjölmiðla til að byrja með. „Það að gera fjölmiðla fjárhagslega háða hinu opinbera veikir aðhaldshlutverk þeirra, dregur úr óhæði gagnvart stjórnvöldum og eykur freistnivanda þeirra stjórnmálamanna sem vilja hlutast til um fjölmiðlun í landinu,“ að mati þingmannanna. Markmið frumvarpsins sé sagt vera að styðja með fyrirsjáanlegum hætti við einkarekna fjölmiðla, en í því felist þó einskiptisheimild til styrkveitingar sem renni út næstkomandi áramót og feli í sér að hámarksstyrkir verði lækkaðir úr 25% í 22% af heildarframlagi. Ljóst er að sú breyting mun lækka styrkveitingar til tveggja stærstu fjölmiðlanna, sem helst geta veitt Ríkisútvarpinu samkeppni og eru í sterkustu stöðunni til að veita stjórnvöldum aðhald. Vinna stendur yfir um endurskoðun á kerfinu um stuðning við einkarekna fjölmiðla og er hún sögð vel á veg komin að því er segir í greinargerð með frumvarpinu. Gildistími umræddra lagabreytinga sem boðaðar eru verði aðeins til ársloka 2026 en stefnt sé að því að leggja fram frumvarp á næsta vorþingi um endurskoðaðan stuðning sem eigi að festa hann í sessi til lengri tíma. Þá hefur ráðherra boðað endurskoðun á starfsemi Rúv, sem enn liggur þó ekki fyrir hvernig muni líta út. Þessi áform telja þingmenn minnihlutans skynsamlegri en það sem boðað er með frumvarpinu. „Af þessum sökum og í ljósi skamms gildistíma frumvarpsins leggst 1. minni hluti harðlega gegn lækkun þaks hámarksstyrkja, ellegar er hætt við því að þingið sendi þau skilaboð að fjölmiðlum hefnist fyrir að veita stjórnvöldum aðhald, sérstaklega í ljósi umræðna um pólitískan þrýsting á ráðherra málaflokksins,“ segir loks í niðurlagi nefndarálitsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Ríkisútvarpið Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira