Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. október 2025 20:02 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir/Sigurjón Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum. Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“ Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Ráðist var í gerð skýrslunnar í maí í fyrra en forsaga málsins er sú að borgarstjórn samþykkti árið 2019 að fækka bensínstöðvum og hófu samningsviðræður við lóðahafa í kjölfarið sem urðu að samningum sem samþykktir voru 2021 og 2022 af borgarstjórn. Skýrslan telur 105 blaðsíður og þar kemur fram að Innri endurskoðun telur meðal annars að markmið borgarinnar hafa verið lögmæt og málefnanleg. Upplýsingagjöf í borgarráði hafi hinsvegar verið ómarkviss og að skortur hafi verið á formlegri greiningu á samningsmarkmiðum. Lagðar eru til tólf tillögur að úrbótum um verklag hjá borginni, meðal annars um úthlutun lóða og stýrihópa. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir skýrsluna kalla á enn frekari spurningar. „Nú þarf að skoða hvort með samningunum hafi verið brotnar reglur um samkeppni eða ríkisaðstoð, þannig það þarf að rýna í framhaldinu hvernig við fáumst við skipulag þessara lóða út frá þessum sjónarmiðum.“ Telur að bíða eigi með uppbyggingu á lóðunum Sambærilegt mál sé úthlutun lóða í Efstaleiti sem borgin hafi afhent Ríkisútvarpinu. „Og Ríkisendurskoðun hefur fjallað um þetta og talið þessa samninga fela í sér einmitt brot á reglum um samkeppni og ríkisaðstoð og ég hef lagt til að þessar lóðaúthlutanir verði tilkynntar til ESA og mögulega þarf að gera það sama og bara sennilega með þessa samninga, til að fá úr því skorið hver er staðan og höfum við brotið á þessum reglum og hvernig tæklum við það í framhaldinu.“ Enn sé verið að skipuleggja nokkrar af umræddum bensínstöðvarlóðum. „Og munu koma á næstu misserum til samþykktar til okkar og við þurfum núna að meta, getum við hleypt þessu skipulagi áfram á grundvelli þessarar skýrslu eða þurfum við að bíða með skipulag á þessum bensínstöðvarlóðum á meðan við fáum úr því skorið hvort við séum þarna að veita ólögmæta ríkisaðstoð, hvort við séum að brjóta á samkeppnisreglum, þannig ég myndi telja að skipulag á þessum lóðum myndi þurfa að bíða í svolítinn tíma á meðan við fáum svör við þessu.“
Reykjavík Stjórnsýsla Bensín og olía Skipulag Borgarstjórn EFTA Tengdar fréttir „Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36 Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. 5. maí 2024 14:36
Ætla að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á sex árum Borgarráð vill bensínstöðvar úr borginni. Einhugur í borgarstjórn. 9. maí 2019 16:18