Endurskoðun peningastefnu er óvissuferð Sigurður Hannesson skrifar 21. febrúar 2017 07:00 Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það er ekki lögmál að raunvextir á Íslandi séu hærri en í nágrannalöndunum þó sú hafi verið raunin lengi. Markmiði ríkisstjórnarinnar um endurskoðun peningastefnu er fagnað enda hefur legið fyrir að hún færi fram þegar fjármagnshöft væru losuð. Breytt efnahagslandslag kallar einnig á slíka endurskoðun en ferðaþjónusta er nú mikilvæg stoð í hagkerfinu og ein af ástæðum þess að krónan hefur styrkst umtalsvert. Til að skapa stöðugleika þarf að styrkja umgjörð krónunnar, sem hefur í gegnum tíðina verið birtingarmynd óstöðugleika í efnahagslífinu en ekki ástæða hans. Hugmyndin að baki hávaxtastefnunni er sú, að háir vextir slái á eftirspurn í hagkerfinu, sporni þannig gegn verðbólgu og hvetji til sparnaðar. Hins vegar laða háir vextir erlent fjármagn til landsins og letja landsmenn til erlendra fjárfestinga. Við núverandi aðstæður styrkist krónan og afkoma útflutningsgreina versnar. Styrking krónu auðveldar Seðlabankanum tímabundið að ná markmiðum sínum um lága verðbólgu enda lækkar verð á innfluttum vörum með sterkri krónu. Hins vegar hafa hávaxtamyntir tilhneigingu til þess að styrkjast yfir lengri tímabil en veikjast svo skyndilega. Dæmið snýst þá við og verðbólga skýtur upp kollinum með tilheyrandi skelli fyrir heimilin í landinu, sem eru að mestu leyti með verðtryggðar skuldir. Allir finna fyrir slíkum samdrætti. Ráðast þarf að rótum vandans. Þannig verður að vinna gegn háum raunvöxtum en ekki gjaldmiðlinum sjálfum til að eyða ójafnvæginu sem skapast með reglulegu millibili á Íslandi og leiðir til efnahagsáfalla. Endurskoðun peningastefnu þarf að taka tillit til þessa eigi hún að vera vera trúverðug. Víðtæk samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokka og Seðlabankans um nauðsyn þess að endurskoða peningastefnuna. Hins vegar ríkir engin samstaða um málið efnislega þar sem sjónarmiðin eru allt frá því að aðhyllast upptöku annarrar myntar yfir í sjálfstæða peningastefnu með íslensku krónunni og allt þar á milli. Ef áfangastaðurinn liggur ekki fyrir missir ferðalagið marks.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun