Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Snærós Sindradóttir skrifar 22. febrúar 2017 05:00 Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu eru yfirboðnar um jafnvel 10 prósent því margir kaupendur hafa misst af eignum í tilboðskapphlaupi. vísir/vilhelm Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent