Yfirbjóða fasteignir í „panikk“-ástandi Snærós Sindradóttir skrifar 22. febrúar 2017 05:00 Fasteignir á höfuðborgarsvæðinu eru yfirboðnar um jafnvel 10 prósent því margir kaupendur hafa misst af eignum í tilboðskapphlaupi. vísir/vilhelm Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira
Íbúðir í öllum hverfum borgarinnar seljast nú á hærra verði en uppsettu vegna mikillar spennu á fasteignamarkaði. Dæmi eru um að fasteignakaupendur geri tilboð í húsnæði án þess að hafa séð eignina og almennt er reynt að komast til að skoða fyrir ákveðinn sýningartíma fasteignar.Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali.vísir/vilhelmSem dæmi má nefna 85 fermetra blokkaríbúð í Kópavogi, sem fór á sölu seint í síðustu viku. Ásett verð íbúðarinnar var 39 milljónir króna en vongóður kaupandi, sem hafði gert tilboð í eignina, fékk þau skilaboð frá fasteignasala að ef viðkomandi vildi eiga möguleika á eigninni yrði að bjóða að minnsta kosti hærra en 42 milljónir. Það er að lágmarki sjö prósent hækkun á kaupverði frá uppsettu fasteignaverði. Fyrir þremur vikum síðan birti greiningardeild Arion banka spá sína um að húsnæðisverð kæmi til með að hækka um 30 prósent á næstu þremur árum. Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali á Híbýli og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala, segir að síðastliðnar þrjár vikur hafi sérstaklega mikil spenna verið á markaðnum. „Spenna hefur aukist með spá um hækkun fasteignaverðs næstu árin. Auðvitað er búið að vera að tala um þetta og það er augljóst að hækkun fasteignaverðs á undanförnum misserum hefur verið gríðarleg, en þegar svona spádómur kemur fram þá ýtir það undir þessa þróun.“ Hún segir að í raun ríki svokallaður seljendamarkaður. „Það er lítið framboð sem gerir það að verkum að kaupendur missa ítrekað af eignum og fara þá hreinlega að yfirbjóða til að festa eignir.“ Hún segir að dæmi séu um að kaupendur reyni að gera tilboð án þess að hafa séð eignir. Það sé þó mjög varasamt og tilboðin sjaldan samþykkt því rík skoðunarskylda sé á kaupendum.Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala.vísir/ernirGrétar Jónsson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, segir að fasteignasalar hafi miklar áhyggjur af þróuninni. Áður hafi tíðkast að bjóða aðeins undir uppsettu verð og finna svo málamiðlun með seljanda. „Þegar við erum að tala um eignir á bilinu 35 til 45 milljónir þá eru svo gríðarlega margir um hituna að það kemur upp ákveðið panikk ástand. Og þá fer fólk að bjóða. Þetta er mjög óæskileg staða. Í venjulegu árferði getur kaupandi komið og skoðað eignina, og skoðað hana svo aftur eftir tvo daga í rólegheitunum, vegið og metið og tekið svo ákvörðun. Núna mæta kannski tugir í opið hús og það myndast mikil spenna og þá gerast hlutirnir miklu hraðar en æskilegt er.“ Hann tekur undir að seljendamarkaður ríki. „Við viljum sjá miklu eðlilegra jafnræði á milli kaupenda og seljenda.“ Seljendur gerist stundum of gráðugir og hækki verð á fasteign umfram ráðleggingar fasteignasala. „Þá vonar maður að markaðurinn hafi skynsemi til að segja hingað og ekki lengra. Ef það eru einhverjir lukkuriddarar sem vilja græða og reyna að fá svakalegt verð fyrir, þá vona ég að fólki finnist það ekki boðlegt, þegar verið er að setja eignir á markað á fáránlega háu verði.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Hvort ætli A eða B týpurnar séu betri í vinnu? Atvinnulíf Kristján lætur af störfum hjá Samherja Viðskipti innlent Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Neytendur Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Viðskipti innlent Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Steinar Waage opnar á Akureyri Viðskipti innlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Sjá meira